Grunaður um aðra nauðgun í Hrísey sama sumar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2016 17:05 Eiríkur Fannar starfaði við veitingasölu í Hrísey sumarið 2015. vísir/friðrik Eiríkur Fannar Traustason, sem er í hléi frá afplánun á fimm ára dómi fyrir hrottalega nauðgun sautján ára franskrar stúlku í Hrísey sumarið 2015, er grunaður um að hafa nauðgað stúlku undir lögaldri sama sumar. RÚV greinir frá og Vísir hefur fengið fregnirnar staðfestar. Málið er á borði héraðssaksóknara en rannsókn lögreglu á málinu er lokið. Embætti héraðssaksóknara neitaði að tjá sig um málið í samtali við Vísi. Eiríkur Fannar, sem er þrítugur, hefur gengið laus undanfarnar þrjár vikur þar sem hlé var gert á afplánun hans. Fjallað var um málið á Vísi í gær. Ástæðan var sú að meðganga barnsmóður hans hafði gengið illa og var annað nýfætt barna þeirra í lífshættu um tíma. Það er nú úr lífshættu. Eiríkur starfaði í Hrísey sumarið 2015 en hin nauðgunin sem hann er sakaður um á að hafa átt sér stað í eyjunni sama sumar. Í þessu tilfelli mun brotaþolinn vera unglingsstúlka að því er fram kemur í frétt RÚV. Afar fátítt er að hlé sé gert á afplánun fanga hér á landi og ekkert kemur fram í lögum um fullnustu refsinga hve lengi slík hlé geti varið. Það mun vera metið í hverju tilfelli fyrir sig.Vissi að hún var ein í tjaldinuEiríkur Fannar hlaut fimm ára dóm fyrir nauðgun í Hæstarétti í júlí síðastliðnum, eða fyrir um fjórum mánuðum. Hæstiréttur þyngdi dóminn úr héraði þar sem hann fékk fjögur og hálft ár. Eiríkur neitaði sök í yfirheyrslum hjá lögreglu en játaði brot sitt fyrir dómi. stóð í veitingarekstri í eynni og fékk umrætt kvöld veður af því að stúlkan gisti einsömul í tjaldi á tjaldsvæðinu. Hann sagðist hafa neytt áfengis og kókaíns umrætt kvöld og farið í „blackout“. Hann sagðist ekki muna eftir að hafa farið á tjaldstæðið eða hafa átt samskipti við stúlkuna umrædda nótt, en áréttaði að hann vefengdi ekki, í ljósi DNA-rannsóknar sem sýndi að sæði hans fannst á stúlkunni, verknaðarlýsingu ákærunnar Eiríkur rauf með broti sínu skilorð fyrir brot gegn ávana- og fíkniefnalögum. Hæstiréttur taldi að hann ætti sér engar málsbætur. Refsing hans var því þyngd í fimm ára fangelsi auk þess að miskabætur til stúlkunnar voru hækkaðar úr 1,6 milljónum króna í 2,2 milljónir. Tengdar fréttir Gengur laus fjórum mánuðum eftir fimm ára nauðgunardóm Eiríkur Fannar Traustason er í hléi frá afplánun á dómi sínum vegna mjög sérstakra aðstæðna hjá barnsmóður og nýfæddum börnum hans. 19. október 2016 19:00 Hæstiréttur þyngir refsingu Hríseyjarnauðgarans Þrítugur karlmaður hlaut fimm ára fangelsi fyrir nauðgun. Auk þess voru miskabætur til fórnarlambsins hækkaðar. 9. júní 2016 16:47 Fjögur og hálft ár í fangelsi fyrir nauðgun í Hrísey Dæmdur fyrir nauðgun og barnaverndarlagabrot gegn 17 ára stúlku. 16. febrúar 2016 16:54 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
Eiríkur Fannar Traustason, sem er í hléi frá afplánun á fimm ára dómi fyrir hrottalega nauðgun sautján ára franskrar stúlku í Hrísey sumarið 2015, er grunaður um að hafa nauðgað stúlku undir lögaldri sama sumar. RÚV greinir frá og Vísir hefur fengið fregnirnar staðfestar. Málið er á borði héraðssaksóknara en rannsókn lögreglu á málinu er lokið. Embætti héraðssaksóknara neitaði að tjá sig um málið í samtali við Vísi. Eiríkur Fannar, sem er þrítugur, hefur gengið laus undanfarnar þrjár vikur þar sem hlé var gert á afplánun hans. Fjallað var um málið á Vísi í gær. Ástæðan var sú að meðganga barnsmóður hans hafði gengið illa og var annað nýfætt barna þeirra í lífshættu um tíma. Það er nú úr lífshættu. Eiríkur starfaði í Hrísey sumarið 2015 en hin nauðgunin sem hann er sakaður um á að hafa átt sér stað í eyjunni sama sumar. Í þessu tilfelli mun brotaþolinn vera unglingsstúlka að því er fram kemur í frétt RÚV. Afar fátítt er að hlé sé gert á afplánun fanga hér á landi og ekkert kemur fram í lögum um fullnustu refsinga hve lengi slík hlé geti varið. Það mun vera metið í hverju tilfelli fyrir sig.Vissi að hún var ein í tjaldinuEiríkur Fannar hlaut fimm ára dóm fyrir nauðgun í Hæstarétti í júlí síðastliðnum, eða fyrir um fjórum mánuðum. Hæstiréttur þyngdi dóminn úr héraði þar sem hann fékk fjögur og hálft ár. Eiríkur neitaði sök í yfirheyrslum hjá lögreglu en játaði brot sitt fyrir dómi. stóð í veitingarekstri í eynni og fékk umrætt kvöld veður af því að stúlkan gisti einsömul í tjaldi á tjaldsvæðinu. Hann sagðist hafa neytt áfengis og kókaíns umrætt kvöld og farið í „blackout“. Hann sagðist ekki muna eftir að hafa farið á tjaldstæðið eða hafa átt samskipti við stúlkuna umrædda nótt, en áréttaði að hann vefengdi ekki, í ljósi DNA-rannsóknar sem sýndi að sæði hans fannst á stúlkunni, verknaðarlýsingu ákærunnar Eiríkur rauf með broti sínu skilorð fyrir brot gegn ávana- og fíkniefnalögum. Hæstiréttur taldi að hann ætti sér engar málsbætur. Refsing hans var því þyngd í fimm ára fangelsi auk þess að miskabætur til stúlkunnar voru hækkaðar úr 1,6 milljónum króna í 2,2 milljónir.
Tengdar fréttir Gengur laus fjórum mánuðum eftir fimm ára nauðgunardóm Eiríkur Fannar Traustason er í hléi frá afplánun á dómi sínum vegna mjög sérstakra aðstæðna hjá barnsmóður og nýfæddum börnum hans. 19. október 2016 19:00 Hæstiréttur þyngir refsingu Hríseyjarnauðgarans Þrítugur karlmaður hlaut fimm ára fangelsi fyrir nauðgun. Auk þess voru miskabætur til fórnarlambsins hækkaðar. 9. júní 2016 16:47 Fjögur og hálft ár í fangelsi fyrir nauðgun í Hrísey Dæmdur fyrir nauðgun og barnaverndarlagabrot gegn 17 ára stúlku. 16. febrúar 2016 16:54 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
Gengur laus fjórum mánuðum eftir fimm ára nauðgunardóm Eiríkur Fannar Traustason er í hléi frá afplánun á dómi sínum vegna mjög sérstakra aðstæðna hjá barnsmóður og nýfæddum börnum hans. 19. október 2016 19:00
Hæstiréttur þyngir refsingu Hríseyjarnauðgarans Þrítugur karlmaður hlaut fimm ára fangelsi fyrir nauðgun. Auk þess voru miskabætur til fórnarlambsins hækkaðar. 9. júní 2016 16:47
Fjögur og hálft ár í fangelsi fyrir nauðgun í Hrísey Dæmdur fyrir nauðgun og barnaverndarlagabrot gegn 17 ára stúlku. 16. febrúar 2016 16:54