Byggja þúsund íbúðir fyrir tekjulága í Reykjavík Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. mars 2016 18:45 Alþýðusambandið og Reykjavíkurborg ætla að byggja eitt þúsund íbúðir fyrir tekjulágt launafólk á næstu fjórum árum. Borgin leggur til fríar lóðir á þremur stöðum í borginni og verkalýðshreyfingin mun sjá um rekstur húsnæðisins. Forseti Alþýðusambandsins segir brýnt að leysa úr miklum húsnæðisvanda vinnandi fólks. Íbúðafélagið verður stofnað um leið og Alþingi hefur afgreitt frumvarp félags og húsnæðismálaráðherra um almennar íbúðir. Forseti ASÍ segir markmiðið að bjóða upp á ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga. „Viljayfirlýsingin felst í því að Alþýðusambandið sem gjöf til okkar félagsmanna ætlar að stofna íbúðafélag og fara í það að byggja íbúðir fyrir tekjulágar fjölskyldur. Viljayfirlýsingin er það að borgin ætlar að taka þátt í þessu með okkur og gefur okkur fyrirheit um að úthluta okkur lóðum fyrir eitt þúsund íbúðir á næstu fjórum árum. Það gerir okkur kleift að setja virkilegan gang í þetta og hefja þessa uppbyggingu, segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. Hann segir uppbyggingu á húsnæðismarkaði eitt brýnasta verkefni samfélagsins. „Staðan er mjög slæm. Við erum að sjá að okkar fólk í lægsta tekjuhlutanum er að eyða upp undir helmingi tekna sinna í leigu. Það gerist líka í rótleysi að það er ekki á vísan að róa með það. Það veldur vandræðum fyrir börnin að geta ekki verið í öruggu skjóli og þess vegna held ég að þetta sé brýnasta verkefnið að leysa úr í samfélaginu,“segir Gylfi. Fyrstu íbúðirnar verða byggðar í Urðarbrunni, við Nauthólsveg 79 og Móaveg 2-4 í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík segist vilja dreifa ódýru húsnæði í öll hverfi í borginni. „Stóru tíðindin eru þau að nú er verkalýðshreyfingin komin á bak við þessi áform, þúsund íbúðir, sem bætast við stúdentaíbúðirnar,búseturéttaríbúðirnar og almennu félagslegu leiguíbúðirnar. Þarna erum við komin með húsnæðisáætlun sem er fjölbreytt, eins og borgin er. Það eru virkilega góð tíðindi,“ sagði Dagur. Viljayfirlýsingin er háð fyrirvara um samþykkt laga um almennar íbúðir sem nú liggur fyrir Alþingi. Eygló Harðardóttir félags –og húsnæðismálaráðherra segir velferðarnefnd vinna sleitulaust að frumvarpinu. „Það er unnið hörðum höndum að því að afgreiða frumvarpið um almennu íbúðirnar. Ég veit að velferðarnefnd er að funda sjö til átta klukkustundir á dag. Taka á móti umsagnaraðilum og fara yfir athugasemdir sem hafa komið fram. Þannig að ég vænti þess að þingið muni á næstunni afgreiða þetta mál. Ég er með einn og hálfan milljarð sem ég vil gjarnan fara að úthluta. Hér sjáum við risaskref fram á við þar sem verkalýðshreyfingin fer fram og lýsir því yfir að hún vilji byggja þúsund íbúðir hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er hvað mest.“ Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Alþýðusambandið og Reykjavíkurborg ætla að byggja eitt þúsund íbúðir fyrir tekjulágt launafólk á næstu fjórum árum. Borgin leggur til fríar lóðir á þremur stöðum í borginni og verkalýðshreyfingin mun sjá um rekstur húsnæðisins. Forseti Alþýðusambandsins segir brýnt að leysa úr miklum húsnæðisvanda vinnandi fólks. Íbúðafélagið verður stofnað um leið og Alþingi hefur afgreitt frumvarp félags og húsnæðismálaráðherra um almennar íbúðir. Forseti ASÍ segir markmiðið að bjóða upp á ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga. „Viljayfirlýsingin felst í því að Alþýðusambandið sem gjöf til okkar félagsmanna ætlar að stofna íbúðafélag og fara í það að byggja íbúðir fyrir tekjulágar fjölskyldur. Viljayfirlýsingin er það að borgin ætlar að taka þátt í þessu með okkur og gefur okkur fyrirheit um að úthluta okkur lóðum fyrir eitt þúsund íbúðir á næstu fjórum árum. Það gerir okkur kleift að setja virkilegan gang í þetta og hefja þessa uppbyggingu, segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. Hann segir uppbyggingu á húsnæðismarkaði eitt brýnasta verkefni samfélagsins. „Staðan er mjög slæm. Við erum að sjá að okkar fólk í lægsta tekjuhlutanum er að eyða upp undir helmingi tekna sinna í leigu. Það gerist líka í rótleysi að það er ekki á vísan að róa með það. Það veldur vandræðum fyrir börnin að geta ekki verið í öruggu skjóli og þess vegna held ég að þetta sé brýnasta verkefnið að leysa úr í samfélaginu,“segir Gylfi. Fyrstu íbúðirnar verða byggðar í Urðarbrunni, við Nauthólsveg 79 og Móaveg 2-4 í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík segist vilja dreifa ódýru húsnæði í öll hverfi í borginni. „Stóru tíðindin eru þau að nú er verkalýðshreyfingin komin á bak við þessi áform, þúsund íbúðir, sem bætast við stúdentaíbúðirnar,búseturéttaríbúðirnar og almennu félagslegu leiguíbúðirnar. Þarna erum við komin með húsnæðisáætlun sem er fjölbreytt, eins og borgin er. Það eru virkilega góð tíðindi,“ sagði Dagur. Viljayfirlýsingin er háð fyrirvara um samþykkt laga um almennar íbúðir sem nú liggur fyrir Alþingi. Eygló Harðardóttir félags –og húsnæðismálaráðherra segir velferðarnefnd vinna sleitulaust að frumvarpinu. „Það er unnið hörðum höndum að því að afgreiða frumvarpið um almennu íbúðirnar. Ég veit að velferðarnefnd er að funda sjö til átta klukkustundir á dag. Taka á móti umsagnaraðilum og fara yfir athugasemdir sem hafa komið fram. Þannig að ég vænti þess að þingið muni á næstunni afgreiða þetta mál. Ég er með einn og hálfan milljarð sem ég vil gjarnan fara að úthluta. Hér sjáum við risaskref fram á við þar sem verkalýðshreyfingin fer fram og lýsir því yfir að hún vilji byggja þúsund íbúðir hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er hvað mest.“
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira