Byggja þúsund íbúðir fyrir tekjulága í Reykjavík Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. mars 2016 18:45 Alþýðusambandið og Reykjavíkurborg ætla að byggja eitt þúsund íbúðir fyrir tekjulágt launafólk á næstu fjórum árum. Borgin leggur til fríar lóðir á þremur stöðum í borginni og verkalýðshreyfingin mun sjá um rekstur húsnæðisins. Forseti Alþýðusambandsins segir brýnt að leysa úr miklum húsnæðisvanda vinnandi fólks. Íbúðafélagið verður stofnað um leið og Alþingi hefur afgreitt frumvarp félags og húsnæðismálaráðherra um almennar íbúðir. Forseti ASÍ segir markmiðið að bjóða upp á ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga. „Viljayfirlýsingin felst í því að Alþýðusambandið sem gjöf til okkar félagsmanna ætlar að stofna íbúðafélag og fara í það að byggja íbúðir fyrir tekjulágar fjölskyldur. Viljayfirlýsingin er það að borgin ætlar að taka þátt í þessu með okkur og gefur okkur fyrirheit um að úthluta okkur lóðum fyrir eitt þúsund íbúðir á næstu fjórum árum. Það gerir okkur kleift að setja virkilegan gang í þetta og hefja þessa uppbyggingu, segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. Hann segir uppbyggingu á húsnæðismarkaði eitt brýnasta verkefni samfélagsins. „Staðan er mjög slæm. Við erum að sjá að okkar fólk í lægsta tekjuhlutanum er að eyða upp undir helmingi tekna sinna í leigu. Það gerist líka í rótleysi að það er ekki á vísan að róa með það. Það veldur vandræðum fyrir börnin að geta ekki verið í öruggu skjóli og þess vegna held ég að þetta sé brýnasta verkefnið að leysa úr í samfélaginu,“segir Gylfi. Fyrstu íbúðirnar verða byggðar í Urðarbrunni, við Nauthólsveg 79 og Móaveg 2-4 í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík segist vilja dreifa ódýru húsnæði í öll hverfi í borginni. „Stóru tíðindin eru þau að nú er verkalýðshreyfingin komin á bak við þessi áform, þúsund íbúðir, sem bætast við stúdentaíbúðirnar,búseturéttaríbúðirnar og almennu félagslegu leiguíbúðirnar. Þarna erum við komin með húsnæðisáætlun sem er fjölbreytt, eins og borgin er. Það eru virkilega góð tíðindi,“ sagði Dagur. Viljayfirlýsingin er háð fyrirvara um samþykkt laga um almennar íbúðir sem nú liggur fyrir Alþingi. Eygló Harðardóttir félags –og húsnæðismálaráðherra segir velferðarnefnd vinna sleitulaust að frumvarpinu. „Það er unnið hörðum höndum að því að afgreiða frumvarpið um almennu íbúðirnar. Ég veit að velferðarnefnd er að funda sjö til átta klukkustundir á dag. Taka á móti umsagnaraðilum og fara yfir athugasemdir sem hafa komið fram. Þannig að ég vænti þess að þingið muni á næstunni afgreiða þetta mál. Ég er með einn og hálfan milljarð sem ég vil gjarnan fara að úthluta. Hér sjáum við risaskref fram á við þar sem verkalýðshreyfingin fer fram og lýsir því yfir að hún vilji byggja þúsund íbúðir hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er hvað mest.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Alþýðusambandið og Reykjavíkurborg ætla að byggja eitt þúsund íbúðir fyrir tekjulágt launafólk á næstu fjórum árum. Borgin leggur til fríar lóðir á þremur stöðum í borginni og verkalýðshreyfingin mun sjá um rekstur húsnæðisins. Forseti Alþýðusambandsins segir brýnt að leysa úr miklum húsnæðisvanda vinnandi fólks. Íbúðafélagið verður stofnað um leið og Alþingi hefur afgreitt frumvarp félags og húsnæðismálaráðherra um almennar íbúðir. Forseti ASÍ segir markmiðið að bjóða upp á ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga. „Viljayfirlýsingin felst í því að Alþýðusambandið sem gjöf til okkar félagsmanna ætlar að stofna íbúðafélag og fara í það að byggja íbúðir fyrir tekjulágar fjölskyldur. Viljayfirlýsingin er það að borgin ætlar að taka þátt í þessu með okkur og gefur okkur fyrirheit um að úthluta okkur lóðum fyrir eitt þúsund íbúðir á næstu fjórum árum. Það gerir okkur kleift að setja virkilegan gang í þetta og hefja þessa uppbyggingu, segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. Hann segir uppbyggingu á húsnæðismarkaði eitt brýnasta verkefni samfélagsins. „Staðan er mjög slæm. Við erum að sjá að okkar fólk í lægsta tekjuhlutanum er að eyða upp undir helmingi tekna sinna í leigu. Það gerist líka í rótleysi að það er ekki á vísan að róa með það. Það veldur vandræðum fyrir börnin að geta ekki verið í öruggu skjóli og þess vegna held ég að þetta sé brýnasta verkefnið að leysa úr í samfélaginu,“segir Gylfi. Fyrstu íbúðirnar verða byggðar í Urðarbrunni, við Nauthólsveg 79 og Móaveg 2-4 í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík segist vilja dreifa ódýru húsnæði í öll hverfi í borginni. „Stóru tíðindin eru þau að nú er verkalýðshreyfingin komin á bak við þessi áform, þúsund íbúðir, sem bætast við stúdentaíbúðirnar,búseturéttaríbúðirnar og almennu félagslegu leiguíbúðirnar. Þarna erum við komin með húsnæðisáætlun sem er fjölbreytt, eins og borgin er. Það eru virkilega góð tíðindi,“ sagði Dagur. Viljayfirlýsingin er háð fyrirvara um samþykkt laga um almennar íbúðir sem nú liggur fyrir Alþingi. Eygló Harðardóttir félags –og húsnæðismálaráðherra segir velferðarnefnd vinna sleitulaust að frumvarpinu. „Það er unnið hörðum höndum að því að afgreiða frumvarpið um almennu íbúðirnar. Ég veit að velferðarnefnd er að funda sjö til átta klukkustundir á dag. Taka á móti umsagnaraðilum og fara yfir athugasemdir sem hafa komið fram. Þannig að ég vænti þess að þingið muni á næstunni afgreiða þetta mál. Ég er með einn og hálfan milljarð sem ég vil gjarnan fara að úthluta. Hér sjáum við risaskref fram á við þar sem verkalýðshreyfingin fer fram og lýsir því yfir að hún vilji byggja þúsund íbúðir hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er hvað mest.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira