Landsnet kærir úrskurð Svavar Hávarðsson skrifar 12. mars 2016 07:00 Reykjaneslína – möstur í Suðurnesjalínu 2 verða sömu gerðar. mynd/landsnet Landsnet hefur kært til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafnaði aðfararbeiðnum fyrirtækisins um eignarnám á landhluta úr fjórum jörðum á Reykjanesi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Héraðsdómur telur varhugavert, vegna óafturkræfra umhverfisáhrifa, að fallast á kröfu Landsnets áður en Hæstiréttur hefur leyst úr ágreiningi um lögmæti eignarnámsheimildarinnar sem og ágreiningi um lögmæti leyfisveitinga Orkustofnunar og sveitarfélagsins Voga vegna línubyggingarinnar. Ákvörðun um eignarnám vegna jarðanna fjögurra lá fyrir í febrúar 2014. Héraðsdómur staðfesti ákvörðun um eignarnám í júní 2015. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar og hefst málflutningur í apríl. Framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 hefur legið fyrir um nokkurt skeið frá sveitarfélögunum Grindavík, Hafnarfjarðarbæ, Reykjanesbæ og Vogum, ásamt leyfi Orkustofnunar fyrir byggingu og rekstri línunnar og áætlaði Landsnet að hefja framkvæmdir á næstu vikum. Búið er að semja við Íslenska aðalverktaka um undirbúningsvinnu sem á að ljúka í haust og ráðgert að reisa línuna sumarið 2017. Í tilkynningu Landsnets segir að umhverfismat vegna framkvæmdanna var samþykkt með skilyrðum árið 2009. Í ársbyrjun 2011 var ákveðið að byrja á styrkingu flutningskerfisins á Reykjanesi þar sem Suðurnesjalína 1 er fulllestuð. Nýja línan fylgir að mestu Suðurnesjalínu 1 frá Hafnarfirði að Rauðamel, nema austast þar sem hún á að liggja töluvert fjær byggð í Hafnarfirði. Við val á línuleið var orðið við tilmælum sveitarfélaga og helstu fagstofnana um að reisa nýju línuna í núverandi mannvirkjabelti, þar sem eru fyrir Suðurnesjalína 1 og Reykjanesbraut, segir Landsnet. – Suðurnesjalína 2 Orkumál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Landsnet hefur kært til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafnaði aðfararbeiðnum fyrirtækisins um eignarnám á landhluta úr fjórum jörðum á Reykjanesi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Héraðsdómur telur varhugavert, vegna óafturkræfra umhverfisáhrifa, að fallast á kröfu Landsnets áður en Hæstiréttur hefur leyst úr ágreiningi um lögmæti eignarnámsheimildarinnar sem og ágreiningi um lögmæti leyfisveitinga Orkustofnunar og sveitarfélagsins Voga vegna línubyggingarinnar. Ákvörðun um eignarnám vegna jarðanna fjögurra lá fyrir í febrúar 2014. Héraðsdómur staðfesti ákvörðun um eignarnám í júní 2015. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar og hefst málflutningur í apríl. Framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 hefur legið fyrir um nokkurt skeið frá sveitarfélögunum Grindavík, Hafnarfjarðarbæ, Reykjanesbæ og Vogum, ásamt leyfi Orkustofnunar fyrir byggingu og rekstri línunnar og áætlaði Landsnet að hefja framkvæmdir á næstu vikum. Búið er að semja við Íslenska aðalverktaka um undirbúningsvinnu sem á að ljúka í haust og ráðgert að reisa línuna sumarið 2017. Í tilkynningu Landsnets segir að umhverfismat vegna framkvæmdanna var samþykkt með skilyrðum árið 2009. Í ársbyrjun 2011 var ákveðið að byrja á styrkingu flutningskerfisins á Reykjanesi þar sem Suðurnesjalína 1 er fulllestuð. Nýja línan fylgir að mestu Suðurnesjalínu 1 frá Hafnarfirði að Rauðamel, nema austast þar sem hún á að liggja töluvert fjær byggð í Hafnarfirði. Við val á línuleið var orðið við tilmælum sveitarfélaga og helstu fagstofnana um að reisa nýju línuna í núverandi mannvirkjabelti, þar sem eru fyrir Suðurnesjalína 1 og Reykjanesbraut, segir Landsnet. –
Suðurnesjalína 2 Orkumál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira