BSRB telur bónusgreiðslur Kaupþings óásættanlegar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. ágúst 2016 09:39 Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB. mynd/bsrb Fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings til nokkurra starfsmanna eru óásættanlegur og eiga ekki við í íslensku samfélagi. Þetta er mat BSRB. „Við verðum að læra af þeim mistökum sem gerð voru á árunum fyrir hrun. Ein af þeim mistökum voru að greiða þeim sem sýsla með fjármuni gríðarháar upphæðir í skjóli þess að þeir bæru svo gríðarlega mikla ábyrgð. Þegar spilaborgin hrundi fór lítið fyrir þeirri ábyrgð og þeir sem fengu svo ríkulega bónusa ypptu öxlum og voru stikkfríir,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Fyrirhugaðar bónusgreiðslur til nokkurra hátt settra starfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings hafa vakið hörð viðbrögð. Kaupþing er langstærsti hluthafi Arion banka, en greiðslurnar gætu numið allt að einum og hálfum milljarði í heildina, sem gerir á milli 50-100 milljónir á mann. Í yfirlýsingu frá samtökunum er skorað á Alþingi að lagfæra þann ramma sem fjármálafyrirtækjum er settur til að umbuna starfsmönnum sínum en BSRB telur þann ramma óþarflega rúman. Bandalagið telur engin haldbær rök fyrir því að „þeir svokölluðu lykilstarfsmenn Kaupþings“, eins og það er orðað í yfirlýsingunni, eigi að fá um einn og hálfan milljarð króna í bónusgreiðslur, ofan á há laun sem þeir hafa fyrir. „Það má vera að Kaupþing falli ekki undir lög sem Alþingi setti um bónusgreiðslur fyrirtækja. Væri stjórnendum fyrirtækisins umhugað um samfélagslega ábyrgð myndu þeir engu að síður halda sig við þann rúma ramma sem þar er markaður. Kjósi þeir að gera það ekki ætti Alþingi að bregðast við,“ segir Elín. Tengdar fréttir Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Bónusgreiðslur Kaupþings jafnháar launum allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og prófessor í barnalækningum gagnrýnir bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings en ýmsir stjórnmálamenn hafa í vikunni gagnrýnt greiðslurnar eftir að DV greindi frá þeim á þriðjudag. 26. ágúst 2016 19:12 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings til nokkurra starfsmanna eru óásættanlegur og eiga ekki við í íslensku samfélagi. Þetta er mat BSRB. „Við verðum að læra af þeim mistökum sem gerð voru á árunum fyrir hrun. Ein af þeim mistökum voru að greiða þeim sem sýsla með fjármuni gríðarháar upphæðir í skjóli þess að þeir bæru svo gríðarlega mikla ábyrgð. Þegar spilaborgin hrundi fór lítið fyrir þeirri ábyrgð og þeir sem fengu svo ríkulega bónusa ypptu öxlum og voru stikkfríir,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Fyrirhugaðar bónusgreiðslur til nokkurra hátt settra starfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings hafa vakið hörð viðbrögð. Kaupþing er langstærsti hluthafi Arion banka, en greiðslurnar gætu numið allt að einum og hálfum milljarði í heildina, sem gerir á milli 50-100 milljónir á mann. Í yfirlýsingu frá samtökunum er skorað á Alþingi að lagfæra þann ramma sem fjármálafyrirtækjum er settur til að umbuna starfsmönnum sínum en BSRB telur þann ramma óþarflega rúman. Bandalagið telur engin haldbær rök fyrir því að „þeir svokölluðu lykilstarfsmenn Kaupþings“, eins og það er orðað í yfirlýsingunni, eigi að fá um einn og hálfan milljarð króna í bónusgreiðslur, ofan á há laun sem þeir hafa fyrir. „Það má vera að Kaupþing falli ekki undir lög sem Alþingi setti um bónusgreiðslur fyrirtækja. Væri stjórnendum fyrirtækisins umhugað um samfélagslega ábyrgð myndu þeir engu að síður halda sig við þann rúma ramma sem þar er markaður. Kjósi þeir að gera það ekki ætti Alþingi að bregðast við,“ segir Elín.
Tengdar fréttir Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Bónusgreiðslur Kaupþings jafnháar launum allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og prófessor í barnalækningum gagnrýnir bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings en ýmsir stjórnmálamenn hafa í vikunni gagnrýnt greiðslurnar eftir að DV greindi frá þeim á þriðjudag. 26. ágúst 2016 19:12 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43
Bónusgreiðslur Kaupþings jafnháar launum allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og prófessor í barnalækningum gagnrýnir bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings en ýmsir stjórnmálamenn hafa í vikunni gagnrýnt greiðslurnar eftir að DV greindi frá þeim á þriðjudag. 26. ágúst 2016 19:12