Kevin Mangussen á Renault lenti í harkelegum árekstri við varnarvegg í belgíska kappakstrinum. Magnussen var á um 300 km/klst. Hann stóð sjálfur upp úr bílnum eftir að yfir lauk.
Magnussen missti bílinn upp að aftan þegar hann var að koma upp yfir toppinn á hinni frægu Eau Rouge beygju.
Magnussen haltraði þegar hann steig upp úr bílnum. Hann var strax fluttur á sjúkrahús til athugunar. Lítill skurður var á vinstri ökkla ökumannsins.
Keppnin var stöðvuð á meðan varnarveggurinn sem Magnussen lenti á var lagaður.
Sjáðu svakalegan árekstur Kevin Magnussen | Myndband
Tengdar fréttir

Rosberg og Verstappen fljótastir á föstudagsæfingum
Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð fljótastur á seinni æfingu dagisins.

Vettel: Við getum unnið þessa keppni á morgun
Nico Rosberg á Mercedes náði sínum sjötta ráspól á árinu í dag. Belgíski kappaksturinn fer fram á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

Hamilton færður aftur um 30 sæti í ræsingu
Breytingar gerðar á vél heimsmeistarans eftir æfingar morgunsins í Belgíu.

Nico Rosberg á ráspól í Belgíu
Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatöku dagsins fyrir belgíska kappaksturinn. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji.