Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. janúar 2016 20:25 Full samstaða er í utanríkismálanefnd Alþingis um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi. Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður nefndarinnar og þingkona Sjálfstæðisflokks. Hún er gestur í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. „Ég held að mér sé alveg óhætt að segja það að það var mikill samhljómur á meðal nefndarmanna og stuðningur við það að þessu skyldi áfram haldið með þessum hætti sem gert hefur verið,“ segir Hanna Birna um fund nefndarinnar frá því í morgun þar sem málið var rætt við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra.Erfitt fyrir ákveðna aðilaÞrátt fyrir þessa samstöðu hefur þátttaka Íslands í þvingunaraðgerðunum sætt harðri gagnrýni. „Ég get alveg skilið hana. Þetta er auðvitað í fyrsta skipti sem Ísland verður fyrir svona,“ segir Hanna Birna sem telur gagnrýnina eiga rétt á sér.Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa kallað eftir breyttri afstöðu Íslands í málinu.Vísir/Stefán„Það eru auðvitað hagsmunir undir. Það liggur fyrir að þetta er erfitt fyrir sjávarútveginn, það liggur fyrir að þetta er erfitt fyrir ákveðin byggðalög um landið, þetta er erfitt fyrir rekstur ákveðinna fyrirtækja og við höfum aldrei neitað að horfast í augu við það.“ Hanna Birna segir markmið aðgerðanna þó skýrt. „Allt þetta gengur út á það að tryggja frið í álfunni. Að reyna að tryggja það að Rússar gangi ekki lengra en þeir hafa gert og margir hafa áhyggjur að þeir myndu gera,“ „Ég held að þegar menn skoða hagsmunina þá skilji þeir þessa ákvörðun og hún er erfið fyrir margar aðrir þjóðir en Ísland,“ segir hún og bætir við að það sé rangt að þetta sé harðara fyrir okkur en marga aðra.Væri sérstök ákvörðun að hættaSjávarútvegurinn hefur gagnrýnt aðgerðirnar og kallað eftir því að Ísland hætti þátttöku í þeim. En eru þeir þá ekki að kalla eftir því að utanríkisstefna okkar til margra ára sé endurskoðun? „Jú ég myndi segja það.“ NATO þjóðirnar eru aðilar að þessu, flestar allar samstarfsþjóðir okkar, 40 þjóðir, eru aðilar að þessum aðgerðum og við erum auðvitað samferða í því Það væri allt önnur ákvörðun, og ný, og dálítið sérkennileg utanríkispólitísk ákvörðun fyrir Ísland að vera ekki með. Það væri stór ákvörðun.“Vladimír Pútín Rússlandsforseti.Vísir/AFPHún vill samt hrósa viðbrögðum útgerðarinnar. „Þrátt fyrir að þeir hafi komið sínum sjónarmiðum áleiðis þá hafa þeir tekist á við verkefnið þannig að þeir hafa lágmarkað skaðann og þeir eiga mikið hrós skilið fyrir hvernig þeir hafa tekið á því.“ Að mati Hönnu Birnu á að meta það hvort koma eigi til móts við þær greinar sem hafa fengið stærstu höggin vegna aðgerðanna og innflutningsbann Rússa á fiski haldi þvinganirnar áfram lengur en það sem nú er fyrirséð. „Ég held að allir sanngjarnir menn sem skoði þetta, og vilji virða okkar eigin rétt til að vera þjóð og taka sjálfstæðar ákvarðanir, okkar eigin landhelgi og okkar eigin ákvarðanir skilji það það að alþjóðasamfélagið verður að bregðast við.“Ekki víst að þetta virkiÓljóst er hverju aðgerðirnar eru að skila og er Hanna Birna ekki tilbúin að dæma um það hvort þær séu eða muni skila tilætluðum árangri. „Ég get ekki fullyrt að þetta muni skila árangri eða skila þeim árangri sem við viljum. En við getum öll fullyrt held ég að þetta er alla vega að skila þeim árangri að það er ekki vaxandi átök á þessu svæði og það er einhvers virði,“ segir Hanna Birna. Talað er um þrjú stig af afskiptum af málum annarra þjóða; fyrsta stig er diplómatískt samtala á milli aðila, þvinganir eru svo næsta stig en þriðja og hæsta stigið er hernaðarleg íhlutun.Ekki hefur komið til umræðu á Alþingi hvort Ísland myndi styðja hernaðarlegar aðgerðir í deilunni.Vísir/ErnirEn hefur það verið rætt að Ísland sé tilbúið að styðja næsta skref? „Nei það hefur ekki verið rætt. Það er ákveðið fyrirkomulag á þessum þvingunum og allar þær breytingar sem orðið hafa á því eru tæknilegs eðlis,“ segir hún. „Ef menn ákveða að taka stærri skref er það ákvörðun sem þarf að fara í gegnum.“ Hún bendir hins vegar á að hugsanlega þurfi að endurskoða eða endurmeta heildarlöggjöfina hér á landi sem snýr að svona þvingunaraðgerðum. Reynslan af stöðunni núna geti nýst við það.Miklu stærri hagsmunir í húfiHanna Birna segir að árangur viðskiptaþvingana geti verið ólíkur. „Þú getur fundið dæmi þar sem viðskiptaþvinganir hafa skilað miklum árangri og þú getur fundið dæmi þar sem þetta annað stig af íhlutun í mál annarra þjóða hefur skilað því að hernaðarátök hafa aldrei átt sér stað,“ segir hún. Hanna Birna segist vera á sama stað og allar nágrannaþjóðir okkar. „Ég hef áhyggjur af Rússum, ég hef áhyggjur af því hvernig þeir taka á málum, ég hef áhyggjur af því hvernig þeir hafa seilst inn í málefni annarra ríkja og ég hef áhyggjur af því að ef við reynum ekki að sporna við fótum þá geti það farið miklu ver og varðað miklu stærri hagsmuni heldur en einungis takmarkaða hagsmuni í einni atvinnugrein,“ segir hún.Stjórnmálavísir er nýr þáttur hér á Vísi. Fjallað er um málefni líðandi stundar og rætt við stjórnmálamennina sem taka ákvarðanir um stefnu þjóðarinnar. Stjórnmálavísir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Full samstaða er í utanríkismálanefnd Alþingis um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi. Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður nefndarinnar og þingkona Sjálfstæðisflokks. Hún er gestur í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. „Ég held að mér sé alveg óhætt að segja það að það var mikill samhljómur á meðal nefndarmanna og stuðningur við það að þessu skyldi áfram haldið með þessum hætti sem gert hefur verið,“ segir Hanna Birna um fund nefndarinnar frá því í morgun þar sem málið var rætt við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra.Erfitt fyrir ákveðna aðilaÞrátt fyrir þessa samstöðu hefur þátttaka Íslands í þvingunaraðgerðunum sætt harðri gagnrýni. „Ég get alveg skilið hana. Þetta er auðvitað í fyrsta skipti sem Ísland verður fyrir svona,“ segir Hanna Birna sem telur gagnrýnina eiga rétt á sér.Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa kallað eftir breyttri afstöðu Íslands í málinu.Vísir/Stefán„Það eru auðvitað hagsmunir undir. Það liggur fyrir að þetta er erfitt fyrir sjávarútveginn, það liggur fyrir að þetta er erfitt fyrir ákveðin byggðalög um landið, þetta er erfitt fyrir rekstur ákveðinna fyrirtækja og við höfum aldrei neitað að horfast í augu við það.“ Hanna Birna segir markmið aðgerðanna þó skýrt. „Allt þetta gengur út á það að tryggja frið í álfunni. Að reyna að tryggja það að Rússar gangi ekki lengra en þeir hafa gert og margir hafa áhyggjur að þeir myndu gera,“ „Ég held að þegar menn skoða hagsmunina þá skilji þeir þessa ákvörðun og hún er erfið fyrir margar aðrir þjóðir en Ísland,“ segir hún og bætir við að það sé rangt að þetta sé harðara fyrir okkur en marga aðra.Væri sérstök ákvörðun að hættaSjávarútvegurinn hefur gagnrýnt aðgerðirnar og kallað eftir því að Ísland hætti þátttöku í þeim. En eru þeir þá ekki að kalla eftir því að utanríkisstefna okkar til margra ára sé endurskoðun? „Jú ég myndi segja það.“ NATO þjóðirnar eru aðilar að þessu, flestar allar samstarfsþjóðir okkar, 40 þjóðir, eru aðilar að þessum aðgerðum og við erum auðvitað samferða í því Það væri allt önnur ákvörðun, og ný, og dálítið sérkennileg utanríkispólitísk ákvörðun fyrir Ísland að vera ekki með. Það væri stór ákvörðun.“Vladimír Pútín Rússlandsforseti.Vísir/AFPHún vill samt hrósa viðbrögðum útgerðarinnar. „Þrátt fyrir að þeir hafi komið sínum sjónarmiðum áleiðis þá hafa þeir tekist á við verkefnið þannig að þeir hafa lágmarkað skaðann og þeir eiga mikið hrós skilið fyrir hvernig þeir hafa tekið á því.“ Að mati Hönnu Birnu á að meta það hvort koma eigi til móts við þær greinar sem hafa fengið stærstu höggin vegna aðgerðanna og innflutningsbann Rússa á fiski haldi þvinganirnar áfram lengur en það sem nú er fyrirséð. „Ég held að allir sanngjarnir menn sem skoði þetta, og vilji virða okkar eigin rétt til að vera þjóð og taka sjálfstæðar ákvarðanir, okkar eigin landhelgi og okkar eigin ákvarðanir skilji það það að alþjóðasamfélagið verður að bregðast við.“Ekki víst að þetta virkiÓljóst er hverju aðgerðirnar eru að skila og er Hanna Birna ekki tilbúin að dæma um það hvort þær séu eða muni skila tilætluðum árangri. „Ég get ekki fullyrt að þetta muni skila árangri eða skila þeim árangri sem við viljum. En við getum öll fullyrt held ég að þetta er alla vega að skila þeim árangri að það er ekki vaxandi átök á þessu svæði og það er einhvers virði,“ segir Hanna Birna. Talað er um þrjú stig af afskiptum af málum annarra þjóða; fyrsta stig er diplómatískt samtala á milli aðila, þvinganir eru svo næsta stig en þriðja og hæsta stigið er hernaðarleg íhlutun.Ekki hefur komið til umræðu á Alþingi hvort Ísland myndi styðja hernaðarlegar aðgerðir í deilunni.Vísir/ErnirEn hefur það verið rætt að Ísland sé tilbúið að styðja næsta skref? „Nei það hefur ekki verið rætt. Það er ákveðið fyrirkomulag á þessum þvingunum og allar þær breytingar sem orðið hafa á því eru tæknilegs eðlis,“ segir hún. „Ef menn ákveða að taka stærri skref er það ákvörðun sem þarf að fara í gegnum.“ Hún bendir hins vegar á að hugsanlega þurfi að endurskoða eða endurmeta heildarlöggjöfina hér á landi sem snýr að svona þvingunaraðgerðum. Reynslan af stöðunni núna geti nýst við það.Miklu stærri hagsmunir í húfiHanna Birna segir að árangur viðskiptaþvingana geti verið ólíkur. „Þú getur fundið dæmi þar sem viðskiptaþvinganir hafa skilað miklum árangri og þú getur fundið dæmi þar sem þetta annað stig af íhlutun í mál annarra þjóða hefur skilað því að hernaðarátök hafa aldrei átt sér stað,“ segir hún. Hanna Birna segist vera á sama stað og allar nágrannaþjóðir okkar. „Ég hef áhyggjur af Rússum, ég hef áhyggjur af því hvernig þeir taka á málum, ég hef áhyggjur af því hvernig þeir hafa seilst inn í málefni annarra ríkja og ég hef áhyggjur af því að ef við reynum ekki að sporna við fótum þá geti það farið miklu ver og varðað miklu stærri hagsmuni heldur en einungis takmarkaða hagsmuni í einni atvinnugrein,“ segir hún.Stjórnmálavísir er nýr þáttur hér á Vísi. Fjallað er um málefni líðandi stundar og rætt við stjórnmálamennina sem taka ákvarðanir um stefnu þjóðarinnar.
Stjórnmálavísir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira