Telur verkfall flugvirkja eiga eftir að standa yfir í nokkurn tíma Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2016 10:37 Lítið miðar í samningsátt i kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Pjetur Lítið miðar í samningsátt í kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu, að sögn Birkis Halldórssonar, formanns samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands. Hann segir áhrifa verkfallsins þegar farið að gæta en að minnsta kosti ein flugvél hefur ekki fengið afgreiðslu vegna verkfallsins sem nú hefur staðið yfir í tíu daga. „Staðan er sú að frá því að verkfall hófst þá er búinn að vera einn fundur sem var nítjánda janúar. Hann var stuttur og árangurslaus sá,“ segir Birkir og bætir við að engin tilboð hafi verið lögð fram. Um er að ræða ótímabundið verkfall sex flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu. Þeir hafa verið kjarasamningslausir frá árinu 1989 og til jafns langs tíma hefur verið reynt að ná samkomulagi við ríkið. Birkir segir að farið sé fram á viðlíka samning og unnið hafi verið eftir undanfarin 27 ár. Ekki sé farið fram á launa- eða kjarabætur. „Flugvirkjar hafa verið með samkomulag um kaup og kjör en engan kjarasamning. Ríkið hins vegar stendur á sínu og vill aðra útfærslu en við erum tilbúin til að samþykkja,“ segir Birkir. „Við í rauninni teljum að það sem lagt hefur verið fram sé kjaraskerðing, sem við munum ekki samþykkja.“ Birkir telur flest benda til þess að verkfallið muni standa yfir í nokkurn tíma. „Ég er ekki bjartsýnn á að samningar takist í bráð.“ Síðasti fundur í deilunni var haldinn á þriðjudag. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Fréttir af flugi Verkfall 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Lítið miðar í samningsátt í kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu, að sögn Birkis Halldórssonar, formanns samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands. Hann segir áhrifa verkfallsins þegar farið að gæta en að minnsta kosti ein flugvél hefur ekki fengið afgreiðslu vegna verkfallsins sem nú hefur staðið yfir í tíu daga. „Staðan er sú að frá því að verkfall hófst þá er búinn að vera einn fundur sem var nítjánda janúar. Hann var stuttur og árangurslaus sá,“ segir Birkir og bætir við að engin tilboð hafi verið lögð fram. Um er að ræða ótímabundið verkfall sex flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu. Þeir hafa verið kjarasamningslausir frá árinu 1989 og til jafns langs tíma hefur verið reynt að ná samkomulagi við ríkið. Birkir segir að farið sé fram á viðlíka samning og unnið hafi verið eftir undanfarin 27 ár. Ekki sé farið fram á launa- eða kjarabætur. „Flugvirkjar hafa verið með samkomulag um kaup og kjör en engan kjarasamning. Ríkið hins vegar stendur á sínu og vill aðra útfærslu en við erum tilbúin til að samþykkja,“ segir Birkir. „Við í rauninni teljum að það sem lagt hefur verið fram sé kjaraskerðing, sem við munum ekki samþykkja.“ Birkir telur flest benda til þess að verkfallið muni standa yfir í nokkurn tíma. „Ég er ekki bjartsýnn á að samningar takist í bráð.“ Síðasti fundur í deilunni var haldinn á þriðjudag. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar.
Fréttir af flugi Verkfall 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira