Viðskipti innlent

Sigmundur Ernir mun alfarið einbeita sér að sjónvarpi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Sigmundur Ernir Rúnarsson. vísir/anton brink
Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður mun áfram starfa sem sjónvarpsstjóri Hringbrautar. Hann hefur gegnt stöðu ritstjóra og sjónvarpsstjóra fjölmiðilsins frá upphafi en tilkynnt var í dag að Sigurjón M. Egilsson myndi taka við ritstjórasætinu.

Guðmundur Örn Jóhannsson, eigandi Hringbrautar, segir breytingarnar liður í að efla fjölmiðilinn.

„Sigmundur hefur verið að einbeita sér að sjónvarpinu, hann er náttúrulega með þætti þar. Við erum bara að skýra stefnur en við erum svo lítið fyrirtæki þannig að það eru allir í öllu. Við þurfum að efla sjónvarpið hjá okkur og fengum reynslumesta manninn til þess. Það tók of mikinn tíma hjá Sigmundi að vera í öðru líka,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi.

Aðspurður býst hann við frekari róteringum innanhúss á næstunni. „Við setjumst niður á föstudag og förum yfir nokkur atriði, við þurfum að fókusera á ákveðna hluti. Það þarf til dæmis að byggja upp útvarpið hjá okkur en það er eitthvað sem Sigurjón fer í að móta.“

Greint var frá því á Vísi í dag að Sigurjón M. Egilsson hafi verið ráðinn ritstjóri allra miðla Hringbrautar, en hann hefur um árabil stýrt þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Þátturinn verður því ekki aftur á dagskrá á Bylgjunni í umsjón Sigurjóns en mun verða með umræðuþátt í sjónvarpi Hringbrautar sem einnig verður útvarpað á rásinni FM89,1,


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×