Lífið

Körfuboltastrákarnir hvergi nærri hættir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flottir karlmenn sem styðja gott átak.
Flottir karlmenn sem styðja gott átak. vísir
Rúmlega 3000 manns hafa skráð sig sem HeForShe frá því að auglýsingin Kynjajafnrétti er keppnis fór í loftið á vegum UN Women á Íslandi.

Þá var nokkrum leikmönnum í Domino´s deild karla var stefnt í myndver til að búa til auglýsingu fyrir Domino´s deildina.

KR-ingarnir Helgi Magnússon og Pavel Ermolinski, Marvin Valdimarsson og Tómas Heiðar Tómasson leikmenn Stjörnunnar, Finnur Atli Magnússon leikmaður Hauka og Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson mættu í myndver að lesa sinn texta. Aftur á móti vissu þeir ekki að verið var að taka upp allt aðra auglýsingu.

Textarnir sem þeir voru beðnir að lesa miðuðu að því að upphefja Karladeild Domino´s á kostnað kvennanna í lífi þeirra körfuboltaiðkun kvenna og stelpna almennt.

Aftur á móti létu þeir ekki segjast og ýmist neituðu að fara með textann eða hlógu að honum. Strákarnir eru ekki hættir og hafa þeir verið að setja inn fleiri skilaboð til þjóðarinnar á Facebook og hvetja þeir alla karlmenn til að skrá sig.

Myndbönd frá Brynjari Þór Björnssyni, Emil Barja, Helga Magnússyni og Hauk Helga Pálssyni hafa nú komið frá á Facebook-síðu UN Women á Íslandi og skora þeir allir á landann að skrá sig.

UN Women setti sér þau markmið að ná upp í 16.000 karlmenn með átakinu og vantar nú aðeins 2100 karlmenn til að skrá sig til að ná því markmiði. Hér að neðan má sjá skilaboðin frá strákunum.

Haukur Helgi Pálsson með sín skilaboð.

Emil Barja með skilaboð til íslenskra karlmanna. 

Helgi Magnússon talar til íslenskra karlmanna.

Brynjar Þór er alveg með hlutina á hreinu.

Hér má sjá auglýsinguna sem kom öllu af stað

Tengdar fréttir

NBA-leikmaðurinn skráði sig í HeForShe

Pétur Guðmundsson, eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni í körfubolta, var sérstakur heiðursgestur á kynningarfundi fyrir úrslitakeppnina í Domino´s deild kvenna sem fram fór í dag.

Strákarnir létu ekki plata sig

"Nei, takk. Þið getið fengið einhvern annan til að lesa þetta,“ sagði KR-ingurinn Pavel Ermolinskij þegar hann var beðinn um að lesa neikvæðan texta um kvennakörfubolta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×