Lífið

Logi Pedro stjórnaði svakalegu partýi á Prikinu - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gísli Pálmi fór mikinn.
Gísli Pálmi fór mikinn. vísir/Kolbrún Klara
Í tilefni þess að þriðji þátturinn af vefútvarpsþættinum Up North, í umsjá Loga Pedro á vegum RBMA Radio (Red Bull Music Academy Radio) fór í loftið á dögunum var boðið til heljarinnar veislu undir yfirskriftinni RBMA Club Night á Prikinu síðastliðin laugardag.

Logi Pedro stjórnaði veislunni og mættu margir á svæðið en fram komu Sturla Atlas, Gísli Páli og Aron Can. Ljósmyndarinn Kolbrún Klara var á svæðinu og tók meðfylgjandi myndir.

Þættirnir Up North er samstarfsverkefni á milli Svíþjóðar, Noregs og Íslands, en þar er farið yfir nær allt litróf raftónlistar, þar á meðan Techno, Hip Hop, Hús og allt þar á milli. Logi Pedro stýrir þættinum einu sinni í mánuði, en hann stýrði einnig þættinum á Sónar Reykjavík ásamt fleiri þáttastjórnendum á vegum RBMA Radio, og var þátturinn í beinni útsendingu frá Hörpu á meðan á hátíðinni stóð.

Hér að ofan má sjá myndir frá kvöldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×