Erlent

Íbúar Simbabve mótmæla ógreiddum launum og atvinnuástandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Svona er ástandið í Simbabve í dag.
Svona er ástandið í Simbabve í dag. vísir/epa
Götur allra helstu borga Simbabve voru auðar í dag eftir að borgarar landsins lögðu niður störf til að mótmæla skorti á vinnu og ógreiddum launum. Fjallað er um málið á vef BBC.

Sem stendur er efnahagur Simbabve er afar bágur en til að mynda hafa opinberir starfsmenn ekki fengið greidd laun í meira en mánuð. Þá glímir landið einnig við þurrka og skort á gjaldeyri.

Mótmælin voru skipulögð í gegnum samskiptaforritið WhatsApp en ekki er ljóst hvaða samtök eru að baki þeim. Netsamband í landinu lá niðri stóran hluta dagsins en stjórnvöld hafa harðneitað því að hafa lokað fyrir það.

Þeir fáu sem sjást á götum úti hafa safnað saman rusli og kveikt í eða stofnað til lítilla mótmælagangna.

Auk þess að mótmæla stöðu atvinnumála í landinu eru margir að mótmæla því að forseti landsins, Robert Mugabe, sitji áfram. Mugabe, sem er orðinn 92 ára, hefur setið á forsetastóli frá árinu 1980 en þá fékk landið sjálfstæði frá Bretum.

Margir hafa sýnt íbúm landsins stuðning undir kassamerkinu #ShutDownZimbabwe2016 á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×