Signý valdi svo sannarlega tímann til að fara holu í höggi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2016 16:52 Signý var að vonum ánægð með ásinn. Landsliðskonan Signý Arnórsdóttir var í banastuði í rjómablíðunni á Urriðavelli í dag og gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi. Vettvangurinn var ekki ónýtur en þar fer fram Evrópumót kvennalandsliða í golfi. Signý fékk ásinn á þrettándu holu vallarins sem er par þrjú hola. Hún sló með fimm járni en holan er um 160 metra löng. Boltinn lenti á miðri flöt og rann svo niður brekkuna í flötinni á hárréttri línu og í miðja holu við mikinn fögnuð nærstaddra. Þetta er í fyrsta skipti sem Signý fer holu í höggi en hún spilaði hringinn á þremur undir pari sem er einn besti hringur mótsins. Bætti hún sig um þrettán högg á milli daga en fyrsti hringurinn var leikinn í gær. Að neðan má sjá myndband frá fögnuðinum en Signý reif upp pútterinn þegar á flötina var komið, af gömlum vana. Golf Tengdar fréttir Landsliðsþjálfarinn setur allt sitt traust á stelpur úr GR og Keili á EM á Íslandi Úlfar Jónsson hefur valið landslið sitt fyrir Evrópumót kvennalandsliða í golfi verður haldið á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ dagana 4.-9. júlí. 30. júní 2016 17:15 EM kvenna sett í kvöld Stærsta alþjóðlega golfmótið sem hefur verið haldið á Íslandi verður sett í kvöld. 4. júlí 2016 17:45 Misjafnt gengi á fyrsta degi á EM Íslensku keppendurnir á EM kvennalandsliða í golfi hafa lokið keppni í dag. Leikið er á Urriðavelli en mótinu lýkur á laugardaginn. 5. júlí 2016 18:57 Það er allt of gott veður Evrópumót kvennalandsliða í golfi hefst á Urriðavelli í dag. Þetta er stærsta alþjóðlega golfmót sem hefur verið haldið á Íslandi. Landsliðsþjálfarinn, Úlfar Jónsson, setur markið hátt fyrir mótið stóra. 5. júlí 2016 07:00 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Landsliðskonan Signý Arnórsdóttir var í banastuði í rjómablíðunni á Urriðavelli í dag og gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi. Vettvangurinn var ekki ónýtur en þar fer fram Evrópumót kvennalandsliða í golfi. Signý fékk ásinn á þrettándu holu vallarins sem er par þrjú hola. Hún sló með fimm járni en holan er um 160 metra löng. Boltinn lenti á miðri flöt og rann svo niður brekkuna í flötinni á hárréttri línu og í miðja holu við mikinn fögnuð nærstaddra. Þetta er í fyrsta skipti sem Signý fer holu í höggi en hún spilaði hringinn á þremur undir pari sem er einn besti hringur mótsins. Bætti hún sig um þrettán högg á milli daga en fyrsti hringurinn var leikinn í gær. Að neðan má sjá myndband frá fögnuðinum en Signý reif upp pútterinn þegar á flötina var komið, af gömlum vana.
Golf Tengdar fréttir Landsliðsþjálfarinn setur allt sitt traust á stelpur úr GR og Keili á EM á Íslandi Úlfar Jónsson hefur valið landslið sitt fyrir Evrópumót kvennalandsliða í golfi verður haldið á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ dagana 4.-9. júlí. 30. júní 2016 17:15 EM kvenna sett í kvöld Stærsta alþjóðlega golfmótið sem hefur verið haldið á Íslandi verður sett í kvöld. 4. júlí 2016 17:45 Misjafnt gengi á fyrsta degi á EM Íslensku keppendurnir á EM kvennalandsliða í golfi hafa lokið keppni í dag. Leikið er á Urriðavelli en mótinu lýkur á laugardaginn. 5. júlí 2016 18:57 Það er allt of gott veður Evrópumót kvennalandsliða í golfi hefst á Urriðavelli í dag. Þetta er stærsta alþjóðlega golfmót sem hefur verið haldið á Íslandi. Landsliðsþjálfarinn, Úlfar Jónsson, setur markið hátt fyrir mótið stóra. 5. júlí 2016 07:00 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn setur allt sitt traust á stelpur úr GR og Keili á EM á Íslandi Úlfar Jónsson hefur valið landslið sitt fyrir Evrópumót kvennalandsliða í golfi verður haldið á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ dagana 4.-9. júlí. 30. júní 2016 17:15
EM kvenna sett í kvöld Stærsta alþjóðlega golfmótið sem hefur verið haldið á Íslandi verður sett í kvöld. 4. júlí 2016 17:45
Misjafnt gengi á fyrsta degi á EM Íslensku keppendurnir á EM kvennalandsliða í golfi hafa lokið keppni í dag. Leikið er á Urriðavelli en mótinu lýkur á laugardaginn. 5. júlí 2016 18:57
Það er allt of gott veður Evrópumót kvennalandsliða í golfi hefst á Urriðavelli í dag. Þetta er stærsta alþjóðlega golfmót sem hefur verið haldið á Íslandi. Landsliðsþjálfarinn, Úlfar Jónsson, setur markið hátt fyrir mótið stóra. 5. júlí 2016 07:00