Enski boltinn

Swansea komið með nýja níu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Llorente er stór og sterkur framherji.
Llorente er stór og sterkur framherji. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Swansea City hefur fest kaup á spænska framherjanum Fernando Llorente frá Sevilla.

Llorente, sem skrifaði undir tveggja ára samning við Swansea, er ætlað að fylla skarð Bafetimbi Gomis sem var lánaður til Marseille í Frakklandi. Llorente mun spila í treyju númer níu.

„Ég er mjög ánægður að vera kominn til Swansea,“ sagði hinn 31 árs gamli Llorente.

„Ég hef skorað mörk í spænsku og ítölsku úrvalsdeildinni og núna vil ég skora mörk fyrir lið í ensku úrvalsdeildinni.“

Llorente er uppalinn hjá Athletic Bilbao og lék með liðinu til ársins 2013 þegar hann fór til ítalska stórliðsins Juventus.

Llorente vann tvo meistaratitla með Juventus áður en hann fór til Sevilla fyrir síðasta tímabil. Framherjinn skoraði sjö mörk í 31 leik í fyrra og hjálpaði Sevilla að vinna Evrópudeildina.

Llorente hefur leikið 24 landsleiki fyrir Spán og skorað sjö mörk. Hann var hluti af spænska landsliðinu sem varð heimsmeistari 2010 og Evrópumeistari tveimur árum síðar.


Tengdar fréttir

Gylfi framlengdi við Swansea

Gylfi Þór Sigurðsson batt enda á allar sögusagnir um framtíð hans hjá félaginu nú í hádeginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×