Skilaskussarnir verði persónulega ábyrgir Ingvar Haraldsson skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs ríkisskattstjóra, kallar eftir því að fyrirsvarsmenn fyrirtækja verði persónulega dregnir til ábyrgðar og þeir sektaðir skili félögin ekki skattskýrslum á réttum tíma. „Það er bara staðreynd að það eru allt of margir sem skila ekki skattframtölum á réttum tíma,“ segir Sigurður. Í grein í Tíund, tímariti ríkisskattstjóra, bendir hann á að 27,1 prósent allra félaga eða 10.628 félög hafi ekki skilað skattframtali innan lögbundins tímafrests og hlotið álagningu vegna rekstrarársins 2014. Þá hafi skattskýrslum fyrir 1.854 félög eða 6,1 prósent þeirra ekki skilað neinu skattframtali fyrir síðustu fimm ár. Sigurður segir að í umferðinni séu bílstjórar sektaðir fyrir að brjóta umferðarlög. Hið sama gildi hins vegar ekki um forsvarsmenn hlutafélaga. „Menn geta fyrir hönd lögaðila sem þeir stýra sleppt því að skila inn skattskýrslum, virðisaukaskattskýrslum og flestum öðrum lögbundnum skattskilagögnum án þess að nokkuð bíti á þá persónulega fyrir þessa vanrækslu,“ ritar Sigurður. Auk sekta á forsvarsmenn félaga gæti komið til álita að leggja umsýslugjald á lögaðila sem félli niður ef tekjuskattur eða tryggingargjald færi yfir þá fjárhæð. Í greininni í Tíund bendir Sigurður á að tekjuskattskyldum félögum hafi fjölgað um tæplega þrjátíu þúsund frá árinu 1992 og séu nú 39.189. Af þeim hafi 73 prósent ekki skilað neinum tekjuskatti fyrir árið 2014, 59 prósent hafi ekki greitt nein laun og þar af leiðandi ekkert tryggingargjald. Hins vegar hafi utanumhald um öll þessi félög í för með sér mikinn kostnað fyrir samfélagið. Sérstaklega þegar þurfi að fara ofan í kjölinn á rekstri félaganna og áætla skattstofna þar sem félögin skili ekki skattskýrslum. „Þessi kostnaður er ekki greiddur af þeim sem eiga félögin því meirihluti þeirra skilar ekki neinu til samfélagsins.“ Þá spyr Sigurður hvort umburðarlyndi gagnvart „bílstjórum“ hlutafélaganna hafi búið til það sem hann kallar ótækt ástand. „Þegar hátt í einn þriðji er ekki að skila skattframtölum lögaðila er það vísbending um að menn beri ekki virðingu fyrir þessum skyldum sínum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs ríkisskattstjóra, kallar eftir því að fyrirsvarsmenn fyrirtækja verði persónulega dregnir til ábyrgðar og þeir sektaðir skili félögin ekki skattskýrslum á réttum tíma. „Það er bara staðreynd að það eru allt of margir sem skila ekki skattframtölum á réttum tíma,“ segir Sigurður. Í grein í Tíund, tímariti ríkisskattstjóra, bendir hann á að 27,1 prósent allra félaga eða 10.628 félög hafi ekki skilað skattframtali innan lögbundins tímafrests og hlotið álagningu vegna rekstrarársins 2014. Þá hafi skattskýrslum fyrir 1.854 félög eða 6,1 prósent þeirra ekki skilað neinu skattframtali fyrir síðustu fimm ár. Sigurður segir að í umferðinni séu bílstjórar sektaðir fyrir að brjóta umferðarlög. Hið sama gildi hins vegar ekki um forsvarsmenn hlutafélaga. „Menn geta fyrir hönd lögaðila sem þeir stýra sleppt því að skila inn skattskýrslum, virðisaukaskattskýrslum og flestum öðrum lögbundnum skattskilagögnum án þess að nokkuð bíti á þá persónulega fyrir þessa vanrækslu,“ ritar Sigurður. Auk sekta á forsvarsmenn félaga gæti komið til álita að leggja umsýslugjald á lögaðila sem félli niður ef tekjuskattur eða tryggingargjald færi yfir þá fjárhæð. Í greininni í Tíund bendir Sigurður á að tekjuskattskyldum félögum hafi fjölgað um tæplega þrjátíu þúsund frá árinu 1992 og séu nú 39.189. Af þeim hafi 73 prósent ekki skilað neinum tekjuskatti fyrir árið 2014, 59 prósent hafi ekki greitt nein laun og þar af leiðandi ekkert tryggingargjald. Hins vegar hafi utanumhald um öll þessi félög í för með sér mikinn kostnað fyrir samfélagið. Sérstaklega þegar þurfi að fara ofan í kjölinn á rekstri félaganna og áætla skattstofna þar sem félögin skili ekki skattskýrslum. „Þessi kostnaður er ekki greiddur af þeim sem eiga félögin því meirihluti þeirra skilar ekki neinu til samfélagsins.“ Þá spyr Sigurður hvort umburðarlyndi gagnvart „bílstjórum“ hlutafélaganna hafi búið til það sem hann kallar ótækt ástand. „Þegar hátt í einn þriðji er ekki að skila skattframtölum lögaðila er það vísbending um að menn beri ekki virðingu fyrir þessum skyldum sínum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira