Erlent

Stóri Lebowski látinn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
David Huddleston er látinn 85 ára að aldri. Þetta staðfestir Sarah Koeppe, eiginkona hans til 32 ára, í samtali við LA Times.

Huddleston hafði undanfarna daga og vikur glímt við hjarta- og nýrnasjúkdóm sem að lokum dró hann til dauða. Hann lést á heimili sínu í Santa Fe í Nýju Mexíkó. 

Leikarinn var fæddur árið 1930 og innritaðist í leiklistarskóla eftir að hafa þjónað í flughernum. Hann lék bæði í sjónvarpi og í kvikmyndum. Hans þekktasta hlutverk var í kvikmynd Coen-bræðra, The Big Lebowski, sem kom út árið 1998 en þar lék hann titilhlutverkið. Meðal annarra mynda má nefna Santa Claus frá 1985, The Producers frá 2005 og Blazing Saddles sem kom út árið 1974.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×