Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Bjarki Ármannsson skrifar 12. janúar 2016 17:47 Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur. Vísir/Óskar Útflutningur íslenskra sjávarafurða til Rússlands dróst saman um rúmlega ellefu milljarða króna á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs, miðað við bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mati utanríkisráðuneytisins á hagsmunum Íslands vegna þvingunaraðgerða gagnvart Rússlandi. Í matinu segir þó að margt bendi til þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig að breyttum aðstæðum vegna aðgerðanna.Full ástæða að ætla að nýir markaðir finnist Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur. Á listanum voru fyrir Evrópusambandslöndin, Bandaríkin og Ástralía sem ásamt Íslandi standa saman að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu. Sjá einnig: Sigurður Ingi veltir fyrir sér hvort viðskiptabannið hafi einhver áhrif að lokumGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ítrekað sagt að ekki verði látið af viðskiptaþvingunum gegn Rússum.Vísir/VilhelmSamtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt áframhaldandi stuðning við bannið og þrýst á stjórnvöld að láta af banninu vegna viðskiptahagsmuna sem þar eru undir. Í mati utanríkisráðuneytisins segir þó að að full ástæða sé til að ætla að sjávarútvegsfyrirtæki muni finna nýja markaði fyrir þær vörur sem hafa til þessa verið seldar til Rússlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ítrekað sagt að ekki verði látið af viðskiptaþvingunum gegn Rússum og gagnrýnt útgerðarmenn fyrir að „virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar.“ Í niðurstöðum matsins segir að óvissa ríki um áhrif innflutningsbannsins fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, sérstaklega ef það dregst á langinn. Það að rjúfa samstöðu vestrænna ríkja hlyti þó að teljast meiriháttar frávik frá íslenskri utanríkisstefnu og kalla, í besta falli, á gagnrýnar spurningar um vegferð íslenskra stjórnmála. Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið segir formann SFS fara með rangt mál Ráðuneytið sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna ummæla Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 11. janúar 2016 16:04 Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Vopnafjarðarhreppur verður af stórum hluta tekna sinna á næsta ári vegna innflutningsbanns Rússa, að óbreyttu. Sveitarstjórn krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda enda skaðinn vegna vanhugsaðrar aðgerðar. Vart það heimili á Vopnafirði 24. október 2015 07:00 Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03 Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Útflutningur íslenskra sjávarafurða til Rússlands dróst saman um rúmlega ellefu milljarða króna á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs, miðað við bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mati utanríkisráðuneytisins á hagsmunum Íslands vegna þvingunaraðgerða gagnvart Rússlandi. Í matinu segir þó að margt bendi til þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig að breyttum aðstæðum vegna aðgerðanna.Full ástæða að ætla að nýir markaðir finnist Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur. Á listanum voru fyrir Evrópusambandslöndin, Bandaríkin og Ástralía sem ásamt Íslandi standa saman að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu. Sjá einnig: Sigurður Ingi veltir fyrir sér hvort viðskiptabannið hafi einhver áhrif að lokumGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ítrekað sagt að ekki verði látið af viðskiptaþvingunum gegn Rússum.Vísir/VilhelmSamtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt áframhaldandi stuðning við bannið og þrýst á stjórnvöld að láta af banninu vegna viðskiptahagsmuna sem þar eru undir. Í mati utanríkisráðuneytisins segir þó að að full ástæða sé til að ætla að sjávarútvegsfyrirtæki muni finna nýja markaði fyrir þær vörur sem hafa til þessa verið seldar til Rússlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ítrekað sagt að ekki verði látið af viðskiptaþvingunum gegn Rússum og gagnrýnt útgerðarmenn fyrir að „virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar.“ Í niðurstöðum matsins segir að óvissa ríki um áhrif innflutningsbannsins fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, sérstaklega ef það dregst á langinn. Það að rjúfa samstöðu vestrænna ríkja hlyti þó að teljast meiriháttar frávik frá íslenskri utanríkisstefnu og kalla, í besta falli, á gagnrýnar spurningar um vegferð íslenskra stjórnmála.
Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið segir formann SFS fara með rangt mál Ráðuneytið sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna ummæla Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 11. janúar 2016 16:04 Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Vopnafjarðarhreppur verður af stórum hluta tekna sinna á næsta ári vegna innflutningsbanns Rússa, að óbreyttu. Sveitarstjórn krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda enda skaðinn vegna vanhugsaðrar aðgerðar. Vart það heimili á Vopnafirði 24. október 2015 07:00 Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03 Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Utanríkisráðuneytið segir formann SFS fara með rangt mál Ráðuneytið sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna ummæla Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 11. janúar 2016 16:04
Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Vopnafjarðarhreppur verður af stórum hluta tekna sinna á næsta ári vegna innflutningsbanns Rússa, að óbreyttu. Sveitarstjórn krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda enda skaðinn vegna vanhugsaðrar aðgerðar. Vart það heimili á Vopnafirði 24. október 2015 07:00
Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03