Innlent

Krefjast þess að máli Mirjam verði frestað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mirjam hefur dvalið í fangelsinu á Akureyri mánuðum saman. Hún á yfir höfði sér ellefu ára fangelsisvist staðfesti Hæstiréttur dóminn úr Héraðsdómi Reykjaness.
Mirjam hefur dvalið í fangelsinu á Akureyri mánuðum saman. Hún á yfir höfði sér ellefu ára fangelsisvist staðfesti Hæstiréttur dóminn úr Héraðsdómi Reykjaness. Vísir
Björgvin Jónsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjendur Mirjam Foekje Van Twuijver og Atla Freys Fjölnissonar, hafa farið fram á við Hæstarétt að málsmeðferð í máli þeirra fyrir réttinum verði frestað um ótiltekin tíma. 

Mirjam hlaut ellefu ára dóm og Atli Freyr fimm ára dóm í héraði fyrir aðild sína að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið við tálbeituaðgerð við Hótel Frón.

Verjendurnir byggja kröfu sína á því að á því að héraðssaksóknari hafi nú hafið sakamálarannsókn vegna meintrar refsiverðrar háttsemi lögreglufulltrúa sem stýrði rannsóknaraðgerð í málinu. Í ljósi þess geti niðurstaða á þeirri rannsókn héraðssaksóknara varpað ljósi á málsatvik og haft áhrif á refsingu ákærðu í málinu í Hæstarétti.

 

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi Atla Freys, sendisveinsins sem veitti gerviefnum viðtöku.Vísir/GVA
Yrði þyngsti dómur sögunnar

Vísir hefur fjallað um málið undanfarnar vikur og mánuði. Athygli vekur að þrátt fyrir að lögreglufulltrúinn, sem nú sætir rannsókn, hafi stýrt aðgerðum við Hótel Frón er engar upplýsingar þess efnis að finna í gögnum málsins þar sem meðal annars er að finna lögregluskýrslur. Bar hann ekki vitni í málinu fyrir héraði.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort lögreglumanninum verði vísað frá störfum á meðan mál hans er rannsakað.

Verði ellefu ára dómur yfir hollensku konunni staðfestur er um að ræða þyngsta dóm í sögu fíkniefnamála hér á landi. Þrátt fyrir það var hún einstaklega hjálpsöm við rannsókn lögreglu á málinu. Hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ára fangelsi.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×