Icesave-kröfurnar voru greiddar í gær Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. janúar 2016 10:15 Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. Vísir/Getty Images Icesave-kröfur Breta og Hollendinga voru greiddar úr slitabúi gamla Landsbankans í gær. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi búsins. „Það er búið að greiða upp allar forgangskröfurnar og lang stærstur hlutinn voru Icesave kröfurnar,“ segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi slitabúsins. Í gær fékk slitabúið, LBI hf., undanþágu frá Seðlabankanum frá fjármagnshöftunum í samræmi við nauðasamninga bankans sem samþykktir voru 25. desember síðastliðinn. Í kjölfarið voru greiddar út kröfur að andvirði 210,6 milljarða íslenskra króna á gengni gærdagsins. Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. Icesave-kröfurnar voru til komnar vegna Icesave netreikninga sem Landsbankinn bauð upp á í Bretlandi og Hollandi en umtalsvert fé safnaðist inn á reikningana. Við fall Landsbankans haustið 2008 var hins vegar ekki hægt að greiða kröfurnar út og greiddu því innustæðutryggingasjóðir í löndunum tveimur út hluta krafnanna. Fyrir vikið eignuðust sjóðirnir kröfur á hendur bankanum. Eins og flestir muna var Icesve-málið eitt heitasta deilumálið hér á landi eftir hrun og beitti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tvívegis neitunarvaldi sínu vegna samninga sem Alþingi samþykkti um endurgreiðslu og ábyrgð ríkisins á kröfunum og vísaði þeim til þjóðarinnar sem hafnaði samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Icesave-málið endaði svo fyrir EFTA-dómstólnum vegna stefnu Hollendinga og Breta þar sem Íslandi var dæmdur sigur í málinu og íslenska ríkið sýknað af kröfum landanna. Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Sjá meira
Icesave-kröfur Breta og Hollendinga voru greiddar úr slitabúi gamla Landsbankans í gær. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi búsins. „Það er búið að greiða upp allar forgangskröfurnar og lang stærstur hlutinn voru Icesave kröfurnar,“ segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi slitabúsins. Í gær fékk slitabúið, LBI hf., undanþágu frá Seðlabankanum frá fjármagnshöftunum í samræmi við nauðasamninga bankans sem samþykktir voru 25. desember síðastliðinn. Í kjölfarið voru greiddar út kröfur að andvirði 210,6 milljarða íslenskra króna á gengni gærdagsins. Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. Icesave-kröfurnar voru til komnar vegna Icesave netreikninga sem Landsbankinn bauð upp á í Bretlandi og Hollandi en umtalsvert fé safnaðist inn á reikningana. Við fall Landsbankans haustið 2008 var hins vegar ekki hægt að greiða kröfurnar út og greiddu því innustæðutryggingasjóðir í löndunum tveimur út hluta krafnanna. Fyrir vikið eignuðust sjóðirnir kröfur á hendur bankanum. Eins og flestir muna var Icesve-málið eitt heitasta deilumálið hér á landi eftir hrun og beitti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tvívegis neitunarvaldi sínu vegna samninga sem Alþingi samþykkti um endurgreiðslu og ábyrgð ríkisins á kröfunum og vísaði þeim til þjóðarinnar sem hafnaði samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Icesave-málið endaði svo fyrir EFTA-dómstólnum vegna stefnu Hollendinga og Breta þar sem Íslandi var dæmdur sigur í málinu og íslenska ríkið sýknað af kröfum landanna.
Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Sjá meira