Abadi hefur reynt að skipa nýja ríkisstjórn um nokkuð skeið, en þingmenn hafa komið í veg fyrir það.
Forsætisráðherrann sagði að þeir mótmælendur sem veittust að lögreglu eða skemmdu almenningseigur ættu að vera handteknir. Mótmælin hafa þó að mestu verið friðsöm. Einhverjir mótmælendur grýttu þó þingmenn sem yfirgáfu þinghúsið og öryggissveitir þurftu að beita táragasi við sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad.