Erlent

Kveiktu í rútum sem flytja áttu saklausa borgara

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Vígamenn Jabhat Fateh al-Sham í Sýrlandi.
Vígamenn Jabhat Fateh al-Sham í Sýrlandi. Vísir/AFP
Nokkrar rútur sem flytja áttu saklausa borgara frá átökunum í Idlib-héraði hafa verið brenndar af uppreisnarmönnum. Rúturnar áttu að flytja borgaranna í öruggt skjól frá hverfum undir stjórn stjórnarhersins sem uppreisnarmenn sitja um. BBC greinir frá.

Sýrlensk mannréttindasamtök segja að ráðist hafi verið á sex rútur og eldur lagður að þeim með þeim afleiðingum að þær brunnu.

Talið er að hryðjuverkahópurinn Jabhat Fatah al-Sham sem áður kallaði sig Nusra Front beri ábyrgð á árásunum.  

Enn hefur þó enginn opinberlega játað ábyrgð sína á árásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×