Fréttastofa BBC greinir frá. Stanslaust úrhelli hefur staðið yfir frá því á föstudaginn á svæðinu. Fjölmargir vegir eru ófærir vegna skriðufalla. Þjóðvegurinn Prithvi, sem tengir höfuðborgina Kathmandu við landið er þar á meðal.
Íbúar á svæðinu segjast stökkva á milli húsþaka til að flýja síhækkandi vatnsyfirborðið. Flætt hefur yfir þúsundir heimila. Viðbragðsaðilar á svæðinu vinna linnulaust við að koma fólki til bjargar. Rúmlega þrjú þúsund manns hefur verið bjargað að svo stöddu. 60 er enn saknað.