Sport

Eftir árs fjarveru er Helga María komin aftur á skíðin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helga Maríu stendur hér í miðjunni.
Helga Maríu stendur hér í miðjunni. Mynd/Skíðasamband Íslands
Fyrir 13 mánuðum síðan sleit Helga María Vilhjálmsdóttir, A-landsliðskona í alpagreinum, í krossband í hné.

Við tók erfiður tími, aðgerð og enduræfingin og að lokum uppbyggging fyrir komandi vetur en hún steig aftur á skíði fyrir fjórum vikum síðan.

Í dag keppti hún svo á sínu fyrsta móti eftir rúmlega árs fjarveru en keppt var í svigi sem fór fram í Sugarbush í Banadríkjunum.

Helga María gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið og það með miklum yfirburðum en hún var 2,4 sek á undan næsta keppenda. Fyrir mótið fékk Helga María 41.59 FIS punkta sem er aðeins frá hennar punktastöðu á heimslistanum en þar er hún með 34.69 FIS punkta.

Helga María var ekki eini Íslendingurinn á mótinu því þrír aðrir kvennkynskeppendur voru með í mótinu. Freydís Halla Einarsdóttir náði ekki að ljúka seinni ferð en eftir fyrri ferðina var hún með besta tímann, 44/100 á undan Helgu Maríu sem var önnur.

Andrea Björk Birkisdóttir endaði í 7.sæti og fékk 78.52 FIS punkta. Íris Lorange Káradóttir gerði ógilt í seinni ferðinni.

Öll úrslit úr mótinu má sjá hér. Næstu fjóra daga munu þessir sömu keppendur keppa á tveimur svigmótum og tveimur stórsvigsmótum í Sunday River, Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×