Erlent

Herflugvél brotlenti í Indónesíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá flugslysinu.
Frá flugslysinu. Vísir/AFP
Þrettán manns létu lífið þegar herflugvél brotlenti á fjalli í Indónesíu í nótt. Æfing stóð yfir í afskekkta héraðinu Papua þegar slysið varð. Búið er að finna brak flugvélarinnar og ver verið að flytja lík þeirra sem létust aftur til byggða.

Samkvæmt Reuters fréttaveitunni eru flugslyst tíð í Indónesíu. Forseti landsins, Joko Widodo, lofaði því að gripið yrði til aðgerða vegna sífellt eldri flugvélaflota landsins, eftir að rúmlega 140 manns létu lífið þegar herflugvél brotlenti í fyrra. Sú flugvél var af tegundinni Hercules C-130 eins og flugvélin sem brotlenti í nótt.

Slysið átti sér stað þegar flugvélin var á leið til lendingar. Talið er að slæmt veður hafi leitt til flugslyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×