Erlent

Yfir 40 manns létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Jemen

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Í grennd við herstöðina.
Í grennd við herstöðina. Vísir/EPA
Sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í borginni Aden í suður Jemen í dag. Talið er að yfir 40 manns hafi látið lífið og að minnsta kosti tveir eru særðir. CNN greinir frá.

Árásin beindist að herstöð jemenska hersins á svæðinu en maðurinn sprengdi sig upp meðal hermanna sem voru í röð og biðu þess að fá útborgað. Að sögn yfirvalda komst maðurinn inn í herstöðina með því að dulbúa sig sem hermann.

Borgarastyrjöld geisar í landinu um þessar mundir milli uppreisnarmanna sem hafa stuðning Írana og ríkisstjórnar landsins sem studd er af Sádí-Arabíu.

Þúsundir almennra borgara hafa látið lífið í átökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×