Ekkert bendir til saknæmi Clinton í tengslum við árás í Benghazi 2012 Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2016 14:40 Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP Engar vísbendingar hafa komið fram sem benda til misgjörða eða saknæmi Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í tengslum við árás á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í líbísku borginni Benghazi í september 2012. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en rannsóknin hefur verið ein tímafrekasta, kostnaðarsamasta og umdeildasta í sögu bandarískra stjórnmála. Sendiherra Bandaríkjanna og þrír Bandaríkjamenn til viðbótar létu lífið í árásinni. Í frétt New York Times segir að í skýrslunni, sem er 800 blaðsíður að lengd, komi einhverjar nýjar upplýsingar fram um árásina þar sem varnarmálaráðuneytið, leyniþjónustan CIA og utanríkisráðuneytið bandaríska eru veittar átölur fyrir að hafa ekki gert sér grein fyrir raunverulegu ástandi öryggismála í borginni og að starfrækja skrifstofur í Benghazi þar sem ekki hafi verið mögulegt að tryggja öryggi starfsmanna. Trey Gowdy, þingmaður Repúblikana, var formaður nefndarinnar sem starfað hefur í tvö ár. Í skýrslunni er utanríkisráðuneytið einnig gagnrýnt þar sem sem ráðuneytið hefði í raun heimilað aðilum á borð við Clinton að ákveða hverjir myndu stýra rannsókn ráðuneytisins á árásinni. Í skýrslu þingnefndarinnar er hins vegar ekki dregið í efa að bandarískt herlið í Evrópu hefði ómögulega getað haldið til Benghazi til að bjarga þeim sem féllu í árásinni í tæka tíð. Tengdar fréttir Árásin í Benghazi var hryðjuverk Ljóst er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda voru viðriðnir árás á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Líbíu í september. Sendiherra Bandaríkjanna í landinu lést í árásinni ásamt þremur öðrum. 3. október 2012 09:30 Bandaríkjamenn rannsaka árásina í Benghazi Bandaríkjamenn hafa hafið rannsókn á andláti sendiherra síns í Líbýu og nokkurra annarra í árás á sendiráðskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi. 13. september 2012 06:49 Sendiherra Bandaríkjanna drepinn í Líbýu Sjálfur sendiherra Bandaríkjanna í Líbýu var meðal þeirra sem létu lífið þegar ráðist var á sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 09:58 Bandaríkjamaður féll í árás á sendiráðsskrifstofu í Benghazi Bandarískur sendiráðsmaður féll og annar særðist þegar vopnaðir menn réðust inn í sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 06:56 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Engar vísbendingar hafa komið fram sem benda til misgjörða eða saknæmi Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í tengslum við árás á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í líbísku borginni Benghazi í september 2012. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en rannsóknin hefur verið ein tímafrekasta, kostnaðarsamasta og umdeildasta í sögu bandarískra stjórnmála. Sendiherra Bandaríkjanna og þrír Bandaríkjamenn til viðbótar létu lífið í árásinni. Í frétt New York Times segir að í skýrslunni, sem er 800 blaðsíður að lengd, komi einhverjar nýjar upplýsingar fram um árásina þar sem varnarmálaráðuneytið, leyniþjónustan CIA og utanríkisráðuneytið bandaríska eru veittar átölur fyrir að hafa ekki gert sér grein fyrir raunverulegu ástandi öryggismála í borginni og að starfrækja skrifstofur í Benghazi þar sem ekki hafi verið mögulegt að tryggja öryggi starfsmanna. Trey Gowdy, þingmaður Repúblikana, var formaður nefndarinnar sem starfað hefur í tvö ár. Í skýrslunni er utanríkisráðuneytið einnig gagnrýnt þar sem sem ráðuneytið hefði í raun heimilað aðilum á borð við Clinton að ákveða hverjir myndu stýra rannsókn ráðuneytisins á árásinni. Í skýrslu þingnefndarinnar er hins vegar ekki dregið í efa að bandarískt herlið í Evrópu hefði ómögulega getað haldið til Benghazi til að bjarga þeim sem féllu í árásinni í tæka tíð.
Tengdar fréttir Árásin í Benghazi var hryðjuverk Ljóst er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda voru viðriðnir árás á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Líbíu í september. Sendiherra Bandaríkjanna í landinu lést í árásinni ásamt þremur öðrum. 3. október 2012 09:30 Bandaríkjamenn rannsaka árásina í Benghazi Bandaríkjamenn hafa hafið rannsókn á andláti sendiherra síns í Líbýu og nokkurra annarra í árás á sendiráðskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi. 13. september 2012 06:49 Sendiherra Bandaríkjanna drepinn í Líbýu Sjálfur sendiherra Bandaríkjanna í Líbýu var meðal þeirra sem létu lífið þegar ráðist var á sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 09:58 Bandaríkjamaður féll í árás á sendiráðsskrifstofu í Benghazi Bandarískur sendiráðsmaður féll og annar særðist þegar vopnaðir menn réðust inn í sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 06:56 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Árásin í Benghazi var hryðjuverk Ljóst er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda voru viðriðnir árás á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Líbíu í september. Sendiherra Bandaríkjanna í landinu lést í árásinni ásamt þremur öðrum. 3. október 2012 09:30
Bandaríkjamenn rannsaka árásina í Benghazi Bandaríkjamenn hafa hafið rannsókn á andláti sendiherra síns í Líbýu og nokkurra annarra í árás á sendiráðskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi. 13. september 2012 06:49
Sendiherra Bandaríkjanna drepinn í Líbýu Sjálfur sendiherra Bandaríkjanna í Líbýu var meðal þeirra sem létu lífið þegar ráðist var á sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 09:58
Bandaríkjamaður féll í árás á sendiráðsskrifstofu í Benghazi Bandarískur sendiráðsmaður féll og annar særðist þegar vopnaðir menn réðust inn í sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 06:56