Erlent

20 látnir eftir mótmæli í Lýðveldinu Kongó

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá mótmælunum.
Frá mótmælunum. Vísir/EPA
Tuttugu manns eru látnir eftir að til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælandaí Lýðveldinu Kongó í dag. Mótmælendur mótmæltu því að Joseph Kabila, forseti landsins neitaði að stíga til hliðar eftir að kjörtímabili hans lauk í gær. Guardian greinir frá.

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu höfðu kallað eftir því að mótmælendur sýndu andstöðu sína gegn forsetanum í verki og varð fjöldi fólks við óskum þeirra.  Mótmælin fóru fram víðsvegar í landinu og skaut óeirðarlögreglan á mótmælendur í höfuðborginni Kinshasa.

Stjórnarskrá landsins gerir ráð fyrir þvi að forsetinn geti einungis setið tvö kjörtímabil, fimm ár í senn og geti ekki setið á valdastól þriðja kjörtímabilið.

Að sögn stuðningsmanna forsetans stendur ríkið hins vegar frammi fyrir svo gífurlegum fjárhagsvandræðum að ekki sé unnt að halda kosningar fyrr en í fyrsta lagi árið 2018.

Mikil óánægja ríkir hinsvegar með forsetann hjá íbúum landsins en gríðarhá verðbólga í takt við verðlausan gjaldmiðil hafa leikið landið grátt.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×