Erlent

Enginn Íslendingur er í skjölum SVT um svindl

Benedikt Bóas skrifar
Kári Árnason leikur í Svíþjóð.
Kári Árnason leikur í Svíþjóð. vísir/getty
Enginn Íslendingur er í skjölum um leikmenn sem grunaðir eru um að hafa hagrætt úrslitum í tveimur efstu deildum sænska fótboltans. Alls eru 43 leikmenn grunaðir um að hafa hagrætt úrslitum en 17 íslenskir leikmenn voru á launaskrá sænskra liða á síðasta tímabili.

Sænska ríkissjónvarpið, SVT, komst yfir leynileg skjöl frá svissneska fyrirtækinu Sports Radar, sem sérhæfir sig í útreikningum á mögulegri hagræðingu á úrslitum leikja og vinnur með Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, þar sem þetta kemur fram.

Enginn leikmaður hefur verið nafngreindur í skjölunum en einn úr teymi SVT sagði í samtali við Fréttablaðið að enginn Íslendingur væri meðal þeirra sem væru grunaðir um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu.

Sænska deildin er talin vera sú 21. sterkasta í Evrópu samkvæmt styrkleikalista UEFA.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×