Erlent

Jólabindi írsks þingmanns truflaði ræðu hans

Samúel Karl Ólason skrifar
Aengu Ó Snodaigh og bindið.
Aengu Ó Snodaigh og bindið.
Írski þingmaðurinn Aengu Ó Snodaigh varð fyrir gífurlegum truflunum í írska þinginu á fimmtudaginn. Þar var hann að ræða um framkvæmdir á þinghúsinu og asbest, en jólabindi hans hætti ekki að spila jólalög á meðan hann var að tala.

Samt hélt Snodaigh ræðu sinni þó áfram án þess að missa taktinn. Aðrir þingmenn virtust hins vegar eiga erfitt með að átta sig á því hvaðan tónlistin væri að koma, enda ómaði hún um allan salinn í gegnum hljóðnemann í borði Snodaigh.

Um er að ræða lögin „Jólasveinninn kemur í kvöld“ og „Við óskum þér góðra jóla“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×