Valdís Þóra á parinu í Marokkó Anton Ingi Leifsson skrifar 17. desember 2016 16:00 Valdís Þóra er byrjuð að spila í Marokkó. vísir/gva Valdís Þóra Jónsdóttir úr golfklúbbnum Leyni á Akranesi byrjaði ágætlega á fyrsta keppnisdeginum á lokaúrtökumóti fyrir sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki. Valdís er við æfingar og keppni í Marokkó og lék fyrsta hringinn í dag á 72 höggum eða pari vallarins, en hún er í 31. sæti. Þó hafa ekki allir keppendur lokið leik. Fyrstu 30 fá keppnisrétt á mótaröðinni, sem er sú sterkasta í Evrópu og sú næsta sterkasta á heimsvísu, en þeir sem lenda í sætum 31. - 60. sæti fá takmarkaðan keppnisrétt. „Valdís fékk tvo fugla og tvo skolla á hringnum. Hún náði einu góðu pútti ofaní og þetta var svona stöngin út dagur hjá henni. Hún er að nota 5-6 högg á samtals einn metra í dag og hún á því nóg inni," sagði Hlynur Geir Hjartarson þjálfari hennar við golf.is í dag. „Þetta er fín byrjun og gefur góð fyrirheit um framhaldið. Hún er að slá vel, hitta margar brautir og flatir. Núna er að finna smá heppni og þolinmæði á flötunum. Það er nóg eftir." Valdís byrjaði á Amelkis vellinum í dag, en hún byrjar svo klukkan 9 í fyrramálið á Samanah vellinum. Leiknir eru fimm hringir, en þetta er í fjórða sinn sem Valdís Þóra tekur þátt í úrtökumótinu. Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir úr golfklúbbnum Leyni á Akranesi byrjaði ágætlega á fyrsta keppnisdeginum á lokaúrtökumóti fyrir sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki. Valdís er við æfingar og keppni í Marokkó og lék fyrsta hringinn í dag á 72 höggum eða pari vallarins, en hún er í 31. sæti. Þó hafa ekki allir keppendur lokið leik. Fyrstu 30 fá keppnisrétt á mótaröðinni, sem er sú sterkasta í Evrópu og sú næsta sterkasta á heimsvísu, en þeir sem lenda í sætum 31. - 60. sæti fá takmarkaðan keppnisrétt. „Valdís fékk tvo fugla og tvo skolla á hringnum. Hún náði einu góðu pútti ofaní og þetta var svona stöngin út dagur hjá henni. Hún er að nota 5-6 högg á samtals einn metra í dag og hún á því nóg inni," sagði Hlynur Geir Hjartarson þjálfari hennar við golf.is í dag. „Þetta er fín byrjun og gefur góð fyrirheit um framhaldið. Hún er að slá vel, hitta margar brautir og flatir. Núna er að finna smá heppni og þolinmæði á flötunum. Það er nóg eftir." Valdís byrjaði á Amelkis vellinum í dag, en hún byrjar svo klukkan 9 í fyrramálið á Samanah vellinum. Leiknir eru fimm hringir, en þetta er í fjórða sinn sem Valdís Þóra tekur þátt í úrtökumótinu.
Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira