Skam: Endurfæðing Isaks Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. desember 2016 14:00 Lokaþáttur þriðju þáttaraðar Skam birtist í gær. Mynd/NRK Athugið Lesið áfram á eigin ábyrgð. Hér fyrir neðan verður fjallað ítarlega um þriðju þáttarröð af norsku þáttunum Skam og sérstaklega lokaþáttinn. Ef þú hefur ekki horft á þáttaröðina, hyggst gera það og vilt ekki vita hvernig hún endar þá ráðlegg ég þér að lesa ekki lengra. Ekki segja að ég hafi ekki varað þig við. Jæja, þá er búið að afgreiða það. Það tók þrjár þáttaraðir og 33 þætti en Isak virðist vera kominn á góðan stað. Loksins! Vísanir í kynhneigð Isaks byrjuðu strax í öðrum þætti fyrstu þáttaraðar þegar Jonas grínaðist með að vinur sinn væri hommi. Síðan þá hafa áhorfendur fylgst með honum fóta sig og hrasa nokkrum sinnum. Aðdáendum er eflaust fast í minni þegar hann reyndi (og tókst) að slíta Jonas og Evu í sundur í fyrstu þáttaröðinni. Þá var ekki auðvelt fyrir hann að læra að eiga kærasta og var hann kominn hættulega nálægt því að einangra sig frá vinum sínum í seinni hluta þáttaraðarinnar. Í byrjun tíunda þáttar er Even kominn í niðursveiflu eftir maníukastið sem olli því að hannhljóp nakinn um götur Oslóar. Sonja biður Isak afsökunar á framgöngu sinni og allt virðist detta í dúnalogn. Isak segir áhyggjufullum Even að ofhugsa ekki hlutina, eins og hann sjálfur á til að gera, heldur að þeir lifi bara lífinu eina mínútu í einu.Fyrirgefning Með það að leiðarljósi virðast þeir ná að feta sig eftir mikla erfiðleika, en ljóst er í lok þáttar að Isak hefur enn einhverjar efasemdir þegar hann segir við Evu að þegar sambandið gangi vel þá sé það frábært en þegar það gangi illa þá sé það mjög erfitt. Eva og Isak ná líka að sættast eftir hálfgerð vinslit í lok fyrstu þáttaraðar þegar Isak sagðist vera hrifin af Evu og þess vegna hafi hann viljað skemma samband hennar og Jonas. Eva komst þó fljótt að því sjálf að það var ekki hún sem hann hafði augastað á heldur Jonas. Isak nær líka að biðja Emmu fyrirgefningar á háttsemi sinni þar sem hann notaði hana til að halda uppi ímyndinni um að hann væri gagnkynhneigður. Fyrirgefning er í raun mikilvægt og gegnumgangandi þema í söguþræði Isaks.Skilaboð til Isaks frá mömmu. "Vertu hugrakkur og sterkur.“Vísir/SkjáskotFæðing Ísaks Þriðja þáttaröð hefur verið yfirfull af tilvísunum í kristna trú. Í fyrsta lagi er tímasetningin 21:21 þýðingarmikil í sögu Isak. Hann fæddist klukkan 21:21 þann 21. júní. Erindi 21 í fyrstu mósebók heitir „Fæðing Ísaks.“ Þá skiptast Ivan, Even og Eskild á að ganga í bol með mynd af Jesú á krossinum. Bolurinn gæti verið tákn um upprisu. Eskild sést fyrst í bolnum í annarri seríu því hann er þá þegar „upprisinn.“ Isak klæðist bolnum í fyrsta sinn í partýinu hjá Evu þar sem hann kyssir Emmu í fyrsta sinn. Í kjölfarið heillast hann af Even. Kossinn við Emmu var hans síðasta stund með stelpu áður en hann reis upp og kom út úr skápnum, ef svo má að orði komast. Önnur kenning er sú að strákarnir þurfi að krossfesta sín gagnkynhneigðu sjálf til að elska hvorn annan. Þegar Even og Isak kyssast í fyrsta sinn er Even búinn að vera klæddur sem Guð allt kvöldið. Fyrsti kossinn þeirra á sér stað í vatni og daginn eftir er Even í Jesúbolnum – Even er skírður.Smáskilaboð sem mamma Isak sendir syni sínum eru líka áberandi í þáttunum. Þau fara í taugarnar á Isak sem finnst mamma sín galin fyrir að vera trúuð. Skilaboðin snúa þó nær öll að fyrirgefningu. Í einu þeirra vísar hún í annað Korintubréf. Hún vísar í einn þeirra fáu kafla í Biblíunni þar sem talað er um samkynhneigð. Hún hins vegar sleppir þeim setningum og sendir honum einungis vísanir í fyrirgefninu. Í öðrum skilaboðum vísar hún í sálm um Davíð sem barnar gifta konu. Guð fyrirgefur Davíð og hreinsar hann af syndum sínum. Aftur – fyrigefning. Mamma Isaks er nefnilega alla þáttaröðina að reyna að koma þeim skilaboðum til sonar síns að hún viti að hann er samkynhneigður og að hún elski hann skilyrðislaust, eins og Guð elskar alla menn.Sana og Isak Sana og hennar trú eru einnig mikilvæg í sögu Isak. Sana á greinilega að vera einhverskonar mótvægi við mömmu Isaks sem birtist áhorfendum sem sannkristin og fordómafull, þar til í lokin. Sana, er strangtrúaður Múslimi en einnig fordómalaus og pólitískt réttþenkjandi. Í einu atriði spyr Isak Sönu nærgöngulla spurninga um trúna. Honum finnst óhugsandi að vera svo trúuð, þar sem trúin afskrifar samkynhneigð. Sana svarar Isak fullum hálsi og ver trúaða án þess að vísa nokkurn tíman í trúarrit. Í staðinn notar hún þróunarkenninguna, sem Isak trúir á, og bendir honum á að samkvæmt henni ættu samkynhneigðir ekki að lifa af því þeir geta ekki fjölgað mannkyninu.Fordómar og staðalímyndir Isak þarf því að horfast í augu við eigin fordóma gagnvart vinum sínum, trúuðu móður sinni og sjálfum sér. Hann heldur að vinir sínir muni ekki skilja hann og leynir því kynhneigð sinni. Hann einangrast þar af leiðandi frá vinum sínum og fjölskyldu. En Isak er á sama tíma ekki staðalímynd af samkynhneigðum manni. Hann hlustar á hip-hop, reykir gras og vill helst bara fíflast. Hann er andstæða við Eskild, sem er litríkur, talar opinskátt um kynlíf sitt og hefur ekkert að fela. Enda tekur Eskild því ekki vel þegar Isak opinberar eigin fordóma og segist ekki vera „homma hommi“ þó hann vilji frekar fara í sleik við stráka. Bæði Isak og eflaust margir áhorfendur líka, þurfa að horfast í augu við að samkynhneigðir eru alls konar, rétt eins og allir aðrir. Enn einir fordómar sem Isak þarf að yfirstíga eru fordómar hans gagnvart geðveikum, þegar maðurinn sem hann elskar reynist vera með geðhvarfasýki. Snemma í þáttaröðinni segir hann við Even að hann þurfi ekki á því að halda að hafa „klikkað“ fólk í kringum sig. Í lokin vill hann ekkert frekar en að hafa Even hjá sér öllum stundum. Siste kosegruppefest i 2016 GOD JUL A photo posted by Kosegruppa2017 (@kosegruppa2017) on Dec 16, 2016 at 12:14pm PST Þá er bara að bíða eftir fjórðu seríu og velta sér upp úr hver verði í aðalhlutverki þar. Verður það Vilde? Eða hin flókna og klára Sana? Eða jafnvel Penetrator Chris sem er augljóslega bálskotinn í Evu? Nú er að bíða og sjá.Hér fyrir neðan má hlusta á lagið I'm Kissing You með Des'ree sem er ástarþema Isaks og Even, sem og Rómeó og Júlíu í uppáhaldsmynd Even sem leikstjórinn eftir Baz Luhrmann leikstýrði. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Athugið Lesið áfram á eigin ábyrgð. Hér fyrir neðan verður fjallað ítarlega um þriðju þáttarröð af norsku þáttunum Skam og sérstaklega lokaþáttinn. Ef þú hefur ekki horft á þáttaröðina, hyggst gera það og vilt ekki vita hvernig hún endar þá ráðlegg ég þér að lesa ekki lengra. Ekki segja að ég hafi ekki varað þig við. Jæja, þá er búið að afgreiða það. Það tók þrjár þáttaraðir og 33 þætti en Isak virðist vera kominn á góðan stað. Loksins! Vísanir í kynhneigð Isaks byrjuðu strax í öðrum þætti fyrstu þáttaraðar þegar Jonas grínaðist með að vinur sinn væri hommi. Síðan þá hafa áhorfendur fylgst með honum fóta sig og hrasa nokkrum sinnum. Aðdáendum er eflaust fast í minni þegar hann reyndi (og tókst) að slíta Jonas og Evu í sundur í fyrstu þáttaröðinni. Þá var ekki auðvelt fyrir hann að læra að eiga kærasta og var hann kominn hættulega nálægt því að einangra sig frá vinum sínum í seinni hluta þáttaraðarinnar. Í byrjun tíunda þáttar er Even kominn í niðursveiflu eftir maníukastið sem olli því að hannhljóp nakinn um götur Oslóar. Sonja biður Isak afsökunar á framgöngu sinni og allt virðist detta í dúnalogn. Isak segir áhyggjufullum Even að ofhugsa ekki hlutina, eins og hann sjálfur á til að gera, heldur að þeir lifi bara lífinu eina mínútu í einu.Fyrirgefning Með það að leiðarljósi virðast þeir ná að feta sig eftir mikla erfiðleika, en ljóst er í lok þáttar að Isak hefur enn einhverjar efasemdir þegar hann segir við Evu að þegar sambandið gangi vel þá sé það frábært en þegar það gangi illa þá sé það mjög erfitt. Eva og Isak ná líka að sættast eftir hálfgerð vinslit í lok fyrstu þáttaraðar þegar Isak sagðist vera hrifin af Evu og þess vegna hafi hann viljað skemma samband hennar og Jonas. Eva komst þó fljótt að því sjálf að það var ekki hún sem hann hafði augastað á heldur Jonas. Isak nær líka að biðja Emmu fyrirgefningar á háttsemi sinni þar sem hann notaði hana til að halda uppi ímyndinni um að hann væri gagnkynhneigður. Fyrirgefning er í raun mikilvægt og gegnumgangandi þema í söguþræði Isaks.Skilaboð til Isaks frá mömmu. "Vertu hugrakkur og sterkur.“Vísir/SkjáskotFæðing Ísaks Þriðja þáttaröð hefur verið yfirfull af tilvísunum í kristna trú. Í fyrsta lagi er tímasetningin 21:21 þýðingarmikil í sögu Isak. Hann fæddist klukkan 21:21 þann 21. júní. Erindi 21 í fyrstu mósebók heitir „Fæðing Ísaks.“ Þá skiptast Ivan, Even og Eskild á að ganga í bol með mynd af Jesú á krossinum. Bolurinn gæti verið tákn um upprisu. Eskild sést fyrst í bolnum í annarri seríu því hann er þá þegar „upprisinn.“ Isak klæðist bolnum í fyrsta sinn í partýinu hjá Evu þar sem hann kyssir Emmu í fyrsta sinn. Í kjölfarið heillast hann af Even. Kossinn við Emmu var hans síðasta stund með stelpu áður en hann reis upp og kom út úr skápnum, ef svo má að orði komast. Önnur kenning er sú að strákarnir þurfi að krossfesta sín gagnkynhneigðu sjálf til að elska hvorn annan. Þegar Even og Isak kyssast í fyrsta sinn er Even búinn að vera klæddur sem Guð allt kvöldið. Fyrsti kossinn þeirra á sér stað í vatni og daginn eftir er Even í Jesúbolnum – Even er skírður.Smáskilaboð sem mamma Isak sendir syni sínum eru líka áberandi í þáttunum. Þau fara í taugarnar á Isak sem finnst mamma sín galin fyrir að vera trúuð. Skilaboðin snúa þó nær öll að fyrirgefningu. Í einu þeirra vísar hún í annað Korintubréf. Hún vísar í einn þeirra fáu kafla í Biblíunni þar sem talað er um samkynhneigð. Hún hins vegar sleppir þeim setningum og sendir honum einungis vísanir í fyrirgefninu. Í öðrum skilaboðum vísar hún í sálm um Davíð sem barnar gifta konu. Guð fyrirgefur Davíð og hreinsar hann af syndum sínum. Aftur – fyrigefning. Mamma Isaks er nefnilega alla þáttaröðina að reyna að koma þeim skilaboðum til sonar síns að hún viti að hann er samkynhneigður og að hún elski hann skilyrðislaust, eins og Guð elskar alla menn.Sana og Isak Sana og hennar trú eru einnig mikilvæg í sögu Isak. Sana á greinilega að vera einhverskonar mótvægi við mömmu Isaks sem birtist áhorfendum sem sannkristin og fordómafull, þar til í lokin. Sana, er strangtrúaður Múslimi en einnig fordómalaus og pólitískt réttþenkjandi. Í einu atriði spyr Isak Sönu nærgöngulla spurninga um trúna. Honum finnst óhugsandi að vera svo trúuð, þar sem trúin afskrifar samkynhneigð. Sana svarar Isak fullum hálsi og ver trúaða án þess að vísa nokkurn tíman í trúarrit. Í staðinn notar hún þróunarkenninguna, sem Isak trúir á, og bendir honum á að samkvæmt henni ættu samkynhneigðir ekki að lifa af því þeir geta ekki fjölgað mannkyninu.Fordómar og staðalímyndir Isak þarf því að horfast í augu við eigin fordóma gagnvart vinum sínum, trúuðu móður sinni og sjálfum sér. Hann heldur að vinir sínir muni ekki skilja hann og leynir því kynhneigð sinni. Hann einangrast þar af leiðandi frá vinum sínum og fjölskyldu. En Isak er á sama tíma ekki staðalímynd af samkynhneigðum manni. Hann hlustar á hip-hop, reykir gras og vill helst bara fíflast. Hann er andstæða við Eskild, sem er litríkur, talar opinskátt um kynlíf sitt og hefur ekkert að fela. Enda tekur Eskild því ekki vel þegar Isak opinberar eigin fordóma og segist ekki vera „homma hommi“ þó hann vilji frekar fara í sleik við stráka. Bæði Isak og eflaust margir áhorfendur líka, þurfa að horfast í augu við að samkynhneigðir eru alls konar, rétt eins og allir aðrir. Enn einir fordómar sem Isak þarf að yfirstíga eru fordómar hans gagnvart geðveikum, þegar maðurinn sem hann elskar reynist vera með geðhvarfasýki. Snemma í þáttaröðinni segir hann við Even að hann þurfi ekki á því að halda að hafa „klikkað“ fólk í kringum sig. Í lokin vill hann ekkert frekar en að hafa Even hjá sér öllum stundum. Siste kosegruppefest i 2016 GOD JUL A photo posted by Kosegruppa2017 (@kosegruppa2017) on Dec 16, 2016 at 12:14pm PST Þá er bara að bíða eftir fjórðu seríu og velta sér upp úr hver verði í aðalhlutverki þar. Verður það Vilde? Eða hin flókna og klára Sana? Eða jafnvel Penetrator Chris sem er augljóslega bálskotinn í Evu? Nú er að bíða og sjá.Hér fyrir neðan má hlusta á lagið I'm Kissing You með Des'ree sem er ástarþema Isaks og Even, sem og Rómeó og Júlíu í uppáhaldsmynd Even sem leikstjórinn eftir Baz Luhrmann leikstýrði.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04