Erlent

Öflugur jarðskjálfti skók Papúa Nýju-Gíneu

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Upptök skjálftans voru við strendur Nýja-Írlands.
Upptök skjálftans voru við strendur Nýja-Írlands.
Öflugur jarðskjálfti skók austurhluta Papúa Nýju-Gíneu í morgun. Mældist hann 7,9 stig. Upptök skjálftans voru í grennd við bæinn Rabaul, skammt austan af ströndum eyjunnar Nýja-Írlands.

Samkvæmt Earthquake Report hefur verið gefin út aðvörun vegna hættu á flóðbylgju sem skollið gæti á ströndum Papúa Nýju-Gíneu eða Indónesíu næstu klukkutíma. 

Uppfært kl. 14:15

Yfirvöld á Papúa Nýju-Gíneu hafa lýst því yfir að flóðbylgjuhætta sé að öllum líkindum liðin hjá. Eftir að jarðskjálftinn reið yfir flúði talsverður fjöldi íbúa nærliggjandi eyja í átt frá ströndinni og upp í fjalllendi. Nú er ljóst að íbúar við ströndina geta snúið aftur til síns heima. 

Jarðskjálftar eru alltíðir í landinu en styrkur skjálfans í morgun var þó óvenjumikill. Engar tilkynningar hafa borist enn um mannfall og ekki liggur fyrir hvort tjón hafi orðið á mannvirkjum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×