Enski boltinn

Meistararnir björguðu stigi einum færri | Sjáðu mörkin

Meistararnir í Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt gegn Stoke á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sunderland og West Ham unnu mikilvæga sigra.

Jamie Vardy fékk að líta rauða spjaldið á 28. mínútu fyrir groddaralega tæklingu, en Bojan Krkic kom Stoke yfir á 39. mínútu af vítapunktinum.

Fyrrum Liverpool-maðurinn Joe Allen tvöfaldaði forystuna fyrri hlé og staðan var 2-0 í hálfleik.

Jose Leonardo Ullao minnkaði muninn á 74. mínútu og fjórtán mínútum síðar jafnaði Daniel Amartey. Lokatölur 2-2.



Leicester er í fimmtánda sætinu með 17 stig, en Stoke er í ellefta sæti með 21 stig.

Patrick van Aanholt tryggði Sunderland mikilvægan sigur á Watford í botnbaráttunni á Leikvangi ljóssins.

Sunderland er þó enn í fallsæti, en er nú stigi á eftir Crystal Palace sem er í sautjánda sæti. Watford er í tólfta sætinu.



Mark Noble skoraði eina markið í leik West Ham og Hull City, en Noble tryggði Hömrunum sigur af vítapunktinum stundarfjórðungi fyrir leikslok.

West Ham er nú í þrettánda sætinu, en Hull er á botninum ásamt Swansea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×