Dunne telur að Heimir gæti misst starfið strax Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 12:02 Heimir Hallgrímsson er undir mikilli pressu að mati Richard Dunne, sem á sínum tíma lék 80 A-landsleiki. Samsett/Getty Dagar Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta gætu verið taldir síðar í þessum mánuði, aðeins þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn, að mati fyrrverandi landsliðsmanns Íra. Gamla Manchester City-varnartröllið Richard Dunne tjáði sig um Heimi og stöðu hans í aðdraganda leikjanna við Finnland og Grikkland í Þjóðadeild UEFA, 10. og 13. október. Heimir hefur aðeins stýrt Írum í tveimur leikjum en þeir töpuðust báðir, 2-0 á heimavelli gegn Englandi og Grikklandi, sem er svo sem í samræmi við gengi Íra síðustu misseri. Heimir hefur bent á að svo virðist sem írska landsliðstreyjan sé of þung byrði fyrir leikmenn, og þeir nái ekki að njóta sín eins og þeir ættu að gera, en spurningin er hvort það breytist í Finnlandi á fimmtudaginn. Tapist sá leikur og leikurinn við Grikki telur Dunne að Heimir verði mögulega látinn fara, og að aðstoðarþjálfarinn John O‘Shea sé væntanlega klár í að taka aftur við sem aðalþjálfari. Segir Heimi finna fyrir pressunni „Ég held að Heimir Hallgrímsson finni nú þegar fyrir pressunni sem fylgir því að þjálfa Írland. Hann er með smá svigrúm vegna þess hve lengi írska knattspyrnusambandið var að finna stjóra, en ef þeir vinna hvorugan leikjanna við Finnland og Grikkland þá tel ég mögulegt að þeir fái nýjan mann inn,“ sagði Dunne við BetVictor, samkvæmt frétt Irish Mirror. „Það kæmi mér verulega á óvart ef að John O‘Shea væri ekki tilbúinn að taka við ef þess væri óskað, miðað við hvernig hann var þegar hann tók við liðinu [innsk.: tímabundið síðasta vetur],“ sagði Dunne sem telur Heimi þurfa að stilla betur saman strengi í írska liðinu. „Hann þarf að setja saman lið sem að stuðningsmenn virða og geta verið stoltir af. Við lítum ekki enn út eins og lið, og það er hlutverk stjórans að sjá til þess að við virðumst ekki vera ósamstilltir. Það vantar upp á skipulagið. Þetta eru tveir stórir leikir fyrir Hallgrímsson,“ sagði Dunne. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Í beinni: Aston Villa - PSG | Brött brekka fyrir heimamenn Í kvöld: Dortmund - Barcelona | Óvinnandi verk eða hvað? Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Sjá meira
Gamla Manchester City-varnartröllið Richard Dunne tjáði sig um Heimi og stöðu hans í aðdraganda leikjanna við Finnland og Grikkland í Þjóðadeild UEFA, 10. og 13. október. Heimir hefur aðeins stýrt Írum í tveimur leikjum en þeir töpuðust báðir, 2-0 á heimavelli gegn Englandi og Grikklandi, sem er svo sem í samræmi við gengi Íra síðustu misseri. Heimir hefur bent á að svo virðist sem írska landsliðstreyjan sé of þung byrði fyrir leikmenn, og þeir nái ekki að njóta sín eins og þeir ættu að gera, en spurningin er hvort það breytist í Finnlandi á fimmtudaginn. Tapist sá leikur og leikurinn við Grikki telur Dunne að Heimir verði mögulega látinn fara, og að aðstoðarþjálfarinn John O‘Shea sé væntanlega klár í að taka aftur við sem aðalþjálfari. Segir Heimi finna fyrir pressunni „Ég held að Heimir Hallgrímsson finni nú þegar fyrir pressunni sem fylgir því að þjálfa Írland. Hann er með smá svigrúm vegna þess hve lengi írska knattspyrnusambandið var að finna stjóra, en ef þeir vinna hvorugan leikjanna við Finnland og Grikkland þá tel ég mögulegt að þeir fái nýjan mann inn,“ sagði Dunne við BetVictor, samkvæmt frétt Irish Mirror. „Það kæmi mér verulega á óvart ef að John O‘Shea væri ekki tilbúinn að taka við ef þess væri óskað, miðað við hvernig hann var þegar hann tók við liðinu [innsk.: tímabundið síðasta vetur],“ sagði Dunne sem telur Heimi þurfa að stilla betur saman strengi í írska liðinu. „Hann þarf að setja saman lið sem að stuðningsmenn virða og geta verið stoltir af. Við lítum ekki enn út eins og lið, og það er hlutverk stjórans að sjá til þess að við virðumst ekki vera ósamstilltir. Það vantar upp á skipulagið. Þetta eru tveir stórir leikir fyrir Hallgrímsson,“ sagði Dunne.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Í beinni: Aston Villa - PSG | Brött brekka fyrir heimamenn Í kvöld: Dortmund - Barcelona | Óvinnandi verk eða hvað? Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Sjá meira