Viðskipti innlent

Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið

Kristján Már Unnarsson skrifar
Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð erlendra ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót sem heimamenn þurfi að þola stóran hluta ársins. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá Bárðardalsvegi og rætt við Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra Þingeyjarsveitar. 

Hann er einn lengsti dalur landsins og státar bæði af Goðafossi og Aldeyjarfossi. Skjálfandafljót rennur eftir honum miðjum en beggja megin eru bara malarvegir, ekki einn einasti kílómetri hefur verið lagður bundnu slitlagi. Umferðin stóreykst á sumrin þegar Sprengisandsleið opnast.

Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, Dagbjört Jónsdóttir, segir reynt að senda áskoranir á ráðherra og þingmenn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Íbúar dalsins hafa árum saman beðið um lagfæringar og sveitarstjórnin sendir áskoranir til Alþingis og ráðherra. Svo lélegur er vegurinn orðinn að vegheflar duga ekki lengur. Í viðtalinu, sem sjá má hér að ofan, lýsir Dagbjört ástandinu. Hún spyr hvort ráðamenn meini eitthvað með því að tala upp ferðaþjónustuna sem þýðingarmestu atvinnugrein landsins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×