Erlent

Minnst 180 látnir í flóðum í Kína

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst 180 eru látnir og 45 saknað eftir mikil flóð með Yangtze ánni í Kína. Gífurlegt úrhelli hefur verið á svæðinu og er áframhaldandi rigningu spáð fram á miðvikudag. Uppskera hefur tapast, lestarteinar hafa skolað á brott og stórar aurskriður hafa fallið.

Veðurfræðingar segja að tíu til 50 sentímetrar af rigningu hafi fallið á svæðinu á einungis fimm dögum.

Vísir/AFP
Tjón vegna flóðanna og rigninganna er gífurlegt, en embættismenn telja það vera minnst 7,6 milljarða dala (Rúmir 930 milljarðar króna).

Eins og áður segir er spáð að rigningin muni halda áfram þar til á miðvikudaginn, en svo er von á enn meiri rigningu í næstu viku. Þá er mögulegt að fellibylur skelli á ströndum Kína og þá á svæðinu sem flóðin hafa verið á.

Um er að ræða mjög stórt svæði í Kína en sjá má mynd af því hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×