Strætó skoðar að leyfa gæludýr í vögnunum Ingvar Haraldsson skrifar 4. júlí 2016 07:00 Gæludýr eru bönnuð í strætisvögnum eins og sakir standa hér á landi en leyfð í strætisvögnum nágrannalanda okkar. vísir/ernir Stjórn Strætó er með til skoðunar að leyfa gæludýr í strætisvögnum. „Okkur langar virkilega að fara að skoða það að gæludýr verði leyfð í Strætó í bandi eða búri og fara í tilraunverkefni með það,“ segir Sverrir Óskarsson, fulltrúi Kópavogs í stjórn Strætó. „Við erum að hvetja fólk til bíllauss lífsstíls og nota almenningssamgöngur en þá verðum við náttúrulega líka að leyfa að fara með dýrin í heimsókn til annarra eða fara með dýrin til dýralæknis. Við getum ekki sagt bíllaus lífsstíll og svo sagt enginn í strætó nema manneskjur,“ segir Sverrir.Sverrir Óskarsson segir það stangast á við hugmyndir um bíllausan lífsstíl að banna gæludýr í strætó. fréttablaðið/anton„Þetta er gert alls staðar annars staðar og við höfum velt fyrir okkur af hverju við erum eitthvað öðruvísi,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Jóhannes á von á því að málið verði tekið fyrir á stjórnarfundi í haust og ákvörðun tekin í framhaldi af því. Stjórn Strætó hefur látið vinna skýrslu um málið þar sem álit var fengið frá helstu hagsmunaðilum. „Við vildum skoða þetta mál til þess að hafa upplýsingar um hvernig þetta væri gert og hvaða sjónarmið væru með á móti,“ segir Jóhannes. Jóhannes segir margoft hafa verið ýtt á Strætó að leyfa gæludýr í strætisvögnum. „Það er til Facebook-síða sem heitir Hundar í strætó. Þetta hefur mikið verið í umræðunni í gegnum tíðina og sitt sýnist hverjum,“ segir hann. Á síðasta ári fór fram undirskriftasöfnun þar sem hvatt var til að leyfa gæludýr í strætó þar sem söfnuðust ríflega fjögur þúsund undirskriftir.Hundurinn Vaskur bíður með eiganda sínum eftir strætó á Bústaðaveginum. Nú gæti biðin farið að styttast fyrir Vask.vísir/hannaSverrir bendir á að reglugerð um hollustuhætti banni flutning dýra í almennum farþegarýmum samgöngutækja að undanskildum hjálparhundum. Því þurfi væntanlega að gera breytingar á reglugerðinni eða veita undanþágu frá henni til þess að hægt sé að hleypa gæludýrum í strætó. Sverrir tók málið upp á bæjarstjórnarfundi hjá Kópavogsbæ þar sem hann situr sem bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar. „Mér heyrist bæjarstjórn Kópavogs vera mjög jákvæð,“ segir hann. Einnig hafi stjórnarmenn í Strætó tekið jákvætt í hugmyndina þó engin ákvörðun hafi verið tekin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Stjórn Strætó er með til skoðunar að leyfa gæludýr í strætisvögnum. „Okkur langar virkilega að fara að skoða það að gæludýr verði leyfð í Strætó í bandi eða búri og fara í tilraunverkefni með það,“ segir Sverrir Óskarsson, fulltrúi Kópavogs í stjórn Strætó. „Við erum að hvetja fólk til bíllauss lífsstíls og nota almenningssamgöngur en þá verðum við náttúrulega líka að leyfa að fara með dýrin í heimsókn til annarra eða fara með dýrin til dýralæknis. Við getum ekki sagt bíllaus lífsstíll og svo sagt enginn í strætó nema manneskjur,“ segir Sverrir.Sverrir Óskarsson segir það stangast á við hugmyndir um bíllausan lífsstíl að banna gæludýr í strætó. fréttablaðið/anton„Þetta er gert alls staðar annars staðar og við höfum velt fyrir okkur af hverju við erum eitthvað öðruvísi,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Jóhannes á von á því að málið verði tekið fyrir á stjórnarfundi í haust og ákvörðun tekin í framhaldi af því. Stjórn Strætó hefur látið vinna skýrslu um málið þar sem álit var fengið frá helstu hagsmunaðilum. „Við vildum skoða þetta mál til þess að hafa upplýsingar um hvernig þetta væri gert og hvaða sjónarmið væru með á móti,“ segir Jóhannes. Jóhannes segir margoft hafa verið ýtt á Strætó að leyfa gæludýr í strætisvögnum. „Það er til Facebook-síða sem heitir Hundar í strætó. Þetta hefur mikið verið í umræðunni í gegnum tíðina og sitt sýnist hverjum,“ segir hann. Á síðasta ári fór fram undirskriftasöfnun þar sem hvatt var til að leyfa gæludýr í strætó þar sem söfnuðust ríflega fjögur þúsund undirskriftir.Hundurinn Vaskur bíður með eiganda sínum eftir strætó á Bústaðaveginum. Nú gæti biðin farið að styttast fyrir Vask.vísir/hannaSverrir bendir á að reglugerð um hollustuhætti banni flutning dýra í almennum farþegarýmum samgöngutækja að undanskildum hjálparhundum. Því þurfi væntanlega að gera breytingar á reglugerðinni eða veita undanþágu frá henni til þess að hægt sé að hleypa gæludýrum í strætó. Sverrir tók málið upp á bæjarstjórnarfundi hjá Kópavogsbæ þar sem hann situr sem bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar. „Mér heyrist bæjarstjórn Kópavogs vera mjög jákvæð,“ segir hann. Einnig hafi stjórnarmenn í Strætó tekið jákvætt í hugmyndina þó engin ákvörðun hafi verið tekin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira