Bara geðveik: „Hún bjargaði lífi mínu“ Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 5. desember 2016 17:52 „Þið heyrið að þarna er manneskja að deyja úr sársauka. Ég vil aldrei, aldrei, aldrei aftur vera á þessum stað,” segir Silja Björk Björnsdóttir í geðshræringu eftir að hafa hlustað á Neyðarlínusímtal með fjölskyldu sinni í þættinum „Bara geðveik” sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Viðbrögð hennar við símtalinu má sjá í myndbrotinu sem hér fylgir. Í símtalinu ræðir vinkona hennar Tinna Haraldsdóttir við Neyðarlínuna eftir að henni verður ljóst að Silja hefur gert tilraun til að taka sitt eigið líf á heimili sínu á Akureyri. Silja er vel gefin, félagslynd, eldhress og með athyglissýki, segja hennar nánustu. En liðlega tvítug missti hún lífsviljann. Í 5. þætti af „Bara geðveik” er kafað ofan í hvaða aðstæður og tilfinningar verða til þess að ung og spræk kona í blóma lífsins tekur þá ákvörðun að vilja binda endi á líf sitt. Silja Björk er ein fjórum hugrökkum Íslendingum sem ákváðu að hleypa Lóu Pind og Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni inn í líf sitt. Þau hafa fylgst með Silju, Ágústu Ísleifsdóttur, Brynjari Orra Oddgeirssyni og Bjarneyju Vigdísi Ingimundardóttur mánuðum saman, sumum í tæplega ár til að fá djúpa innsýn í tilveru fólks með geðsjúkdóma. Fimmti þáttur af sex í heimildaþáttaseríunni „Bara geðveik” fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:00. Lóa Pind Aldísardóttir hefur umsjón með þáttunum, Egill Aðalsteinsson er myndatökumaður og Ómar Daði Kristjánsson sér um klippingu. Bara geðveik Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira
„Þið heyrið að þarna er manneskja að deyja úr sársauka. Ég vil aldrei, aldrei, aldrei aftur vera á þessum stað,” segir Silja Björk Björnsdóttir í geðshræringu eftir að hafa hlustað á Neyðarlínusímtal með fjölskyldu sinni í þættinum „Bara geðveik” sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Viðbrögð hennar við símtalinu má sjá í myndbrotinu sem hér fylgir. Í símtalinu ræðir vinkona hennar Tinna Haraldsdóttir við Neyðarlínuna eftir að henni verður ljóst að Silja hefur gert tilraun til að taka sitt eigið líf á heimili sínu á Akureyri. Silja er vel gefin, félagslynd, eldhress og með athyglissýki, segja hennar nánustu. En liðlega tvítug missti hún lífsviljann. Í 5. þætti af „Bara geðveik” er kafað ofan í hvaða aðstæður og tilfinningar verða til þess að ung og spræk kona í blóma lífsins tekur þá ákvörðun að vilja binda endi á líf sitt. Silja Björk er ein fjórum hugrökkum Íslendingum sem ákváðu að hleypa Lóu Pind og Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni inn í líf sitt. Þau hafa fylgst með Silju, Ágústu Ísleifsdóttur, Brynjari Orra Oddgeirssyni og Bjarneyju Vigdísi Ingimundardóttur mánuðum saman, sumum í tæplega ár til að fá djúpa innsýn í tilveru fólks með geðsjúkdóma. Fimmti þáttur af sex í heimildaþáttaseríunni „Bara geðveik” fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:00. Lóa Pind Aldísardóttir hefur umsjón með þáttunum, Egill Aðalsteinsson er myndatökumaður og Ómar Daði Kristjánsson sér um klippingu.
Bara geðveik Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira