Innlent

Fyrsta fundi lokið: Ætla að halda óformlegum viðræðum áfram á morgun

Birgir Olgeirsson skrifar
Birgitta Jónsdóttir á Bessastöðum á föstudag eftir að það var ljóst að forseti Íslands hafði veitt henni formlegt umboð til myndun ríkisstjórnar.
Birgitta Jónsdóttir á Bessastöðum á föstudag eftir að það var ljóst að forseti Íslands hafði veitt henni formlegt umboð til myndun ríkisstjórnar. Vísir/Eyþór
Fundi Pírata, Vinstri grænna, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar er lokið. Leiðtogar flokkanna hittust í Alþingishúsinu á öðrum tímanum í dag þar sem þeir ræddu óformlega um möguleika á stjórnarmyndunarviðræðum.

Eftir fundinn var ákveðið að hittast aftur á morgun en ekki er búið að taka ákvörðun um að hefja formlegar viðræður. Ekki var farið djúpt í málefnin á þessum fundi en engu að síður var farið yfir hvernig flokkarnir geta mögulega náð saman er varðar sjávarútvegsmál, skattamál og hvernig á að fjármagna heilbrigðiskerfið.

Er áætlað að hittast aftur á morgun og halda þessum viðræðum áfram.

Þing kemur saman á morgun klukkan hálf tvö þar sem fjárlagafrumvarp verður tekið fyrir. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×