Biskup Íslands: Við eigum að hjálpa öllum Birta Björnsdóttir skrifar 27. mars 2016 20:00 Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, hóf daginn á guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 8 í morgun. Í predikun sinni lagði Agnes meðal annars út af nýafstöðnum hryðjuverkum í Belgíu. „Við Brussel-búar leyfum hatrinu ekki að vinna, sagði ung kona í viðtali eftir hryðjuverkin á dögunum. Hatrið stýrði voðaverkunum. Hatrið stýrði voðaverkunum um stund. Við leyfum hatrinu ekki að vinna sagði konan. Hatrið leiddi til ofbeldis þar sem saklaust fólk lét líf sitt, aðrir urðu örkumla, enn aðrir særðir og allir miður sín," sagði Agnes meðal annars í predikun sinni. Umræður um trúarbrögð eru fyrirferðamiklar heimsfréttunum, hvort sem um er að ræða fréttir af flóttamönnum, hryðjuverkum eða á sviði stjórnmála, svo fátt eitt sé nefnt. Því spyrjum við biskup að hvaða leyti henni finnist að þjóðkirkjan eigi að taka þátt í þeirri umræðu. „Þjóðkirkjan blandar sér í alla umræðu sem við kemur manninum, manneskjunni og mennskunni. Að því leytinu til blandar hún sér í þá umræðu og kemur með kristinn kærleiksboðskap inn í þá umræðu. Þar sigrar lífið og kærleikurinn en ekki þjáningin og bölið," segir Agnes. Hún segir það skipta máli að kristnir taki þátt í umræðunni þó að hún snúist um önnur trúarbrögð. „Það skiptir líka mjög miklu máli að við vitum hver okkar trú er, fyrir hvað við stöndum og fyrir hvað trúin stendur," segir hún. Agnes segist ekki sammála þeim sem haldi því fram að trúarbrögð margra þeirra sem hingað vilja koma og setjast að, séu illa samræmanleg kristinni trú. „Nei þau eru ekki illsamræmanleg kristinni trú vegna þess að kristin trú gengur út á það að hjálpa manneskjunni hvar svo sem hún er stödd og hvaða lífsskoðun sem hún hefur. Eins og segir í sögunni um miskunnsama Samverjann, við hjálpum öllum. Þegar manneskja liggur í blóði sínu á götunni spyrjum við ekki hverrar trúar hún er heldur hjálpum henni. Það eigum við að gera og það skiptir ekki máli máli hvort fólkið er kristinnar trúar, engrar trúar múslimar eða eitthvað annað," segir Agnes, sem segist jafnframt vona að fólk snúi sér í auknu mæli að trúarbrögðum en afneiti þeim ekki á viðsjáverðum tímum. Það eigi ekki bara við um kristna trú. „Umræðan markast svolítið af því að við vitum ekki hvar við stöndum. Við þekkjum ekki okkar trú nógu vel og því síður annarra trú. Þetta þekkingarleysi býður upp á fordóma." Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, hóf daginn á guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 8 í morgun. Í predikun sinni lagði Agnes meðal annars út af nýafstöðnum hryðjuverkum í Belgíu. „Við Brussel-búar leyfum hatrinu ekki að vinna, sagði ung kona í viðtali eftir hryðjuverkin á dögunum. Hatrið stýrði voðaverkunum. Hatrið stýrði voðaverkunum um stund. Við leyfum hatrinu ekki að vinna sagði konan. Hatrið leiddi til ofbeldis þar sem saklaust fólk lét líf sitt, aðrir urðu örkumla, enn aðrir særðir og allir miður sín," sagði Agnes meðal annars í predikun sinni. Umræður um trúarbrögð eru fyrirferðamiklar heimsfréttunum, hvort sem um er að ræða fréttir af flóttamönnum, hryðjuverkum eða á sviði stjórnmála, svo fátt eitt sé nefnt. Því spyrjum við biskup að hvaða leyti henni finnist að þjóðkirkjan eigi að taka þátt í þeirri umræðu. „Þjóðkirkjan blandar sér í alla umræðu sem við kemur manninum, manneskjunni og mennskunni. Að því leytinu til blandar hún sér í þá umræðu og kemur með kristinn kærleiksboðskap inn í þá umræðu. Þar sigrar lífið og kærleikurinn en ekki þjáningin og bölið," segir Agnes. Hún segir það skipta máli að kristnir taki þátt í umræðunni þó að hún snúist um önnur trúarbrögð. „Það skiptir líka mjög miklu máli að við vitum hver okkar trú er, fyrir hvað við stöndum og fyrir hvað trúin stendur," segir hún. Agnes segist ekki sammála þeim sem haldi því fram að trúarbrögð margra þeirra sem hingað vilja koma og setjast að, séu illa samræmanleg kristinni trú. „Nei þau eru ekki illsamræmanleg kristinni trú vegna þess að kristin trú gengur út á það að hjálpa manneskjunni hvar svo sem hún er stödd og hvaða lífsskoðun sem hún hefur. Eins og segir í sögunni um miskunnsama Samverjann, við hjálpum öllum. Þegar manneskja liggur í blóði sínu á götunni spyrjum við ekki hverrar trúar hún er heldur hjálpum henni. Það eigum við að gera og það skiptir ekki máli máli hvort fólkið er kristinnar trúar, engrar trúar múslimar eða eitthvað annað," segir Agnes, sem segist jafnframt vona að fólk snúi sér í auknu mæli að trúarbrögðum en afneiti þeim ekki á viðsjáverðum tímum. Það eigi ekki bara við um kristna trú. „Umræðan markast svolítið af því að við vitum ekki hvar við stöndum. Við þekkjum ekki okkar trú nógu vel og því síður annarra trú. Þetta þekkingarleysi býður upp á fordóma."
Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira