Þverpólitísk sátt um breytingar á útlendingalögum Heimir Már Pétursson skrifar 20. apríl 2016 14:00 Innanríkisráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi sem felur í sér heildarendurskoðun á öllum núgildandi lögum um útlendinga. Formaður þverpólitískrar nefndar sem samdi frumvarpið segir að það veki athygli útfyrir landsteinana að frumvarp sem þetta hafi orðið til í sátt ólíkra stjórnmálaafla. Vorið 2014 skipaði þáverandi innanríkisráðherra þverpólitíska þingnefnd til að endurskoða öll lög í landinu um útlendinga, bæði þá sem koma hingað til atvinnu- og skammtíma dvalar vegna náms, sem og flóttamenn og hælisleitendur. Nefndin er skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi undir formennsku Óttarrs Proppé formanns Bjartrar framtíðar. Ólöf Nordal mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag sem er upp á 125 greinar og er 190 blaðsíður með greinargerðum. Óttarr segir frumvarpið fela í sér heildarendurskoðun á gildandi lögum. „Sem hafa verið ansi mikill bútasaumur í raun og veru. Grunnlögin eru orðin ansi gömul og búið að breyta og laga smotteríi hingað og þangað. Þannig að þetta er endurskoðun og grundvallarbeyting á uppsetningu á lögunum,“ segir Óttarr. Það sé samt ekki verið að kollvarpa þeim lagaramma sem nú er í gildi. Lagagreinar sé uppfærðar og samræmdar bæði skyldum og þörfum. Vinnan við frumvarpið hafi verið sérstök fyrir það að allir flokkar komi að samningu þess. Nefndin hafi í upphafi sett sér ákveðnar grundvallarreglur um að uppfylla alla alþjóðlega samninga og gæta að samkeppnisstöðu Íslands varðandi möguleika útlendinga á að koma hingað til dvalar, atvinnu og náms. „Stóru fréttirnar eru að annars vegar erum við að uppfæra lögin til að uppfylla mannréttindasáttmála, barnasáttmál, við erum að horfa sérstaklega til mansals þegar kemur sérstaklega að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Hina svo kölluðu hælisleitendur,“ segir Óttarrr. Þá séu reglur um dvalar- og atvinnuleyfi hins vegar uppfærðar vegna sérfræðinga og annarra sem koma hingað til landsins. Afgreiðsla allra mála varðandi útlendinga verði færð á einn stað til að stytta þann tíma sem taki að afgreiða mál hvers og eins án þess þó að fækka stofnunum í málaflokknum. Óttar segir að þó sé hvorki verið að galopna né loka landamærum með frumvarpinu. Ein breytingin feli í sér að þeir sem komi hingað til náms en fari að því loknu að vinna á Íslandi eða vilji flytja hingað vegna þess að þeir hafi gifst Íslendingi, þurfi ekki að byrja upp á nýtt í kerfinu. Óttar segir að mörgu leyti sögulegt að tekist hafi að afgreiða frumvarpið í þverpólitískri sátt. „Þegar maður segir fólki í Evrópu frá þessu galopnast aukun á fólki vegna þess að það er ekki vaninn annars staðar. Þannig að veganestið sem þetta frumvarp fær alla vega inn í þingið fyllir mann bjartsýni,“ segir Óttarr Próppé. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Innanríkisráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi sem felur í sér heildarendurskoðun á öllum núgildandi lögum um útlendinga. Formaður þverpólitískrar nefndar sem samdi frumvarpið segir að það veki athygli útfyrir landsteinana að frumvarp sem þetta hafi orðið til í sátt ólíkra stjórnmálaafla. Vorið 2014 skipaði þáverandi innanríkisráðherra þverpólitíska þingnefnd til að endurskoða öll lög í landinu um útlendinga, bæði þá sem koma hingað til atvinnu- og skammtíma dvalar vegna náms, sem og flóttamenn og hælisleitendur. Nefndin er skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi undir formennsku Óttarrs Proppé formanns Bjartrar framtíðar. Ólöf Nordal mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag sem er upp á 125 greinar og er 190 blaðsíður með greinargerðum. Óttarr segir frumvarpið fela í sér heildarendurskoðun á gildandi lögum. „Sem hafa verið ansi mikill bútasaumur í raun og veru. Grunnlögin eru orðin ansi gömul og búið að breyta og laga smotteríi hingað og þangað. Þannig að þetta er endurskoðun og grundvallarbeyting á uppsetningu á lögunum,“ segir Óttarr. Það sé samt ekki verið að kollvarpa þeim lagaramma sem nú er í gildi. Lagagreinar sé uppfærðar og samræmdar bæði skyldum og þörfum. Vinnan við frumvarpið hafi verið sérstök fyrir það að allir flokkar komi að samningu þess. Nefndin hafi í upphafi sett sér ákveðnar grundvallarreglur um að uppfylla alla alþjóðlega samninga og gæta að samkeppnisstöðu Íslands varðandi möguleika útlendinga á að koma hingað til dvalar, atvinnu og náms. „Stóru fréttirnar eru að annars vegar erum við að uppfæra lögin til að uppfylla mannréttindasáttmála, barnasáttmál, við erum að horfa sérstaklega til mansals þegar kemur sérstaklega að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Hina svo kölluðu hælisleitendur,“ segir Óttarrr. Þá séu reglur um dvalar- og atvinnuleyfi hins vegar uppfærðar vegna sérfræðinga og annarra sem koma hingað til landsins. Afgreiðsla allra mála varðandi útlendinga verði færð á einn stað til að stytta þann tíma sem taki að afgreiða mál hvers og eins án þess þó að fækka stofnunum í málaflokknum. Óttar segir að þó sé hvorki verið að galopna né loka landamærum með frumvarpinu. Ein breytingin feli í sér að þeir sem komi hingað til náms en fari að því loknu að vinna á Íslandi eða vilji flytja hingað vegna þess að þeir hafi gifst Íslendingi, þurfi ekki að byrja upp á nýtt í kerfinu. Óttar segir að mörgu leyti sögulegt að tekist hafi að afgreiða frumvarpið í þverpólitískri sátt. „Þegar maður segir fólki í Evrópu frá þessu galopnast aukun á fólki vegna þess að það er ekki vaninn annars staðar. Þannig að veganestið sem þetta frumvarp fær alla vega inn í þingið fyllir mann bjartsýni,“ segir Óttarr Próppé.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira