Þarf spretthörku til að sigra Ólaf Ragnar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Ólafur gefur kost á sér til embættis forseta í sjötta sinn. Fréttablaðið/Anton Brink Fullyrða má að við tilkynningu Ólafs Ragnars Grímssonar um að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri sem forseti Íslands í sjötta sinn hafi hrikt í stoðum íslenskra stjórnmála. Þegar hefur fjöldi fólks tilkynnt um forsetaframboð en fimmtán manns höfðu tilkynnt um framboð áður en að Ólafur tilkynnti um sitt framboð. Í kjölfarið hættu tveir við framboðið, Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður. Þá hafa fleiri einstaklingar verið orðaðir við framboð og hafa legið undir feldi vegna þessa. Meðal þeirra eru Linda Pétursdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri, og Bergþór Pálsson söngvari. Þau hafa bæði ákveðið að bjóða sig ekki fram en tilkynningar þeirra komu fram eftir að Ólafur tilkynnti um sitt framboð. Bergþór Pálsson segir að framboð Ólafs hafi að hluta til haft áhrif á það að hann ákvað að bjóða sig ekki fram. „Sitjandi forseti hefur gríðarlegt forskot í kosningum og Ólafur Ragnar hefur ekkert verið að skandalísera í embætti þannig að fólk þarf ekkert að koma honum frá þess vegna. Hann hefur að mörgu leyti staðið sig vel í embætti og margir eru ánægðir með hann.“ Bergþór segir að með tilkomu Ólafs í kosningabaráttuna virðist stefna í einvígi á milli hans og Andra Snæs Magnússonar. Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri, var byrjuð að undirbúa framboð. Hún er ekki búin að taka ákvörðun um hvort hún fari fram eftir tilkynningu Ólafs. „Eftir þetta útspil í fyrradag þá ákvað ég að minnsta kosti að leyfa þeim stormi að ganga yfir en ætla ekki að loka neinum dyrum á þessum tímapunkti.“Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.Vigfús Bjarni Albertsson er einn þeirra sem mældust ágætlega í skoðanakönnunum en hann dró einnig framboð sitt til baka. Honum þykir forsendur kosninganna hafa breyst. „Mér finnst staðan vera orðin þannig að þetta séu orðnar pólitískar kosninga,“ segir hann. „Ég var ekki tilbúinn til að taka þátt í því. Mér finnst umræðan hafa verið sett á þann stað að þetta sé orðin pólitísk umræða og um það hver sé ómissandi,“ segir hann en honum þótti það erfitt að hætta við. Guðmundur Franklín Jónsson var búinn að tilkynna um framboð en dró það til baka sama dag og Ólafur ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs. „Hann er mjög vinsæll enn þá og ég vissi það alveg að það væri erfitt að sigra sitjandi forseta,“ segir hann. Guðmundur fann fyrir því þegar hann safnaði undirskriftum til stuðnings framboði sínu var lítið um það að fólk vildi breytingar. „Ég myndi segja að þrír af hverjum fjórum sem maður talaði við vildu hafa Ólaf áfram,“ segir Guðmundur sem kveðst ánægður með framboð Ólafs enda hafi hann lagt upp með svipaðar áherslur. „Tíðindi mánudagsins gerbreyttu landslaginu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sem tilkynnir síðar í vikunni hvort hann muni gefa kost á sér til. Hann segir Ólaf hafa gerbreytt forsendum kosninganna. „Með því að sitjandi forseti gefi kost á sér er stóra breytingin. Sitjandi forseti hefur svo svakalegt forskot á aðra og menn verða að vera svo svakalega sprettharðir til að vinna upp forskotið,“ segir segir Guðni Th. Jóhannesson. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Fullyrða má að við tilkynningu Ólafs Ragnars Grímssonar um að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri sem forseti Íslands í sjötta sinn hafi hrikt í stoðum íslenskra stjórnmála. Þegar hefur fjöldi fólks tilkynnt um forsetaframboð en fimmtán manns höfðu tilkynnt um framboð áður en að Ólafur tilkynnti um sitt framboð. Í kjölfarið hættu tveir við framboðið, Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður. Þá hafa fleiri einstaklingar verið orðaðir við framboð og hafa legið undir feldi vegna þessa. Meðal þeirra eru Linda Pétursdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri, og Bergþór Pálsson söngvari. Þau hafa bæði ákveðið að bjóða sig ekki fram en tilkynningar þeirra komu fram eftir að Ólafur tilkynnti um sitt framboð. Bergþór Pálsson segir að framboð Ólafs hafi að hluta til haft áhrif á það að hann ákvað að bjóða sig ekki fram. „Sitjandi forseti hefur gríðarlegt forskot í kosningum og Ólafur Ragnar hefur ekkert verið að skandalísera í embætti þannig að fólk þarf ekkert að koma honum frá þess vegna. Hann hefur að mörgu leyti staðið sig vel í embætti og margir eru ánægðir með hann.“ Bergþór segir að með tilkomu Ólafs í kosningabaráttuna virðist stefna í einvígi á milli hans og Andra Snæs Magnússonar. Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri, var byrjuð að undirbúa framboð. Hún er ekki búin að taka ákvörðun um hvort hún fari fram eftir tilkynningu Ólafs. „Eftir þetta útspil í fyrradag þá ákvað ég að minnsta kosti að leyfa þeim stormi að ganga yfir en ætla ekki að loka neinum dyrum á þessum tímapunkti.“Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.Vigfús Bjarni Albertsson er einn þeirra sem mældust ágætlega í skoðanakönnunum en hann dró einnig framboð sitt til baka. Honum þykir forsendur kosninganna hafa breyst. „Mér finnst staðan vera orðin þannig að þetta séu orðnar pólitískar kosninga,“ segir hann. „Ég var ekki tilbúinn til að taka þátt í því. Mér finnst umræðan hafa verið sett á þann stað að þetta sé orðin pólitísk umræða og um það hver sé ómissandi,“ segir hann en honum þótti það erfitt að hætta við. Guðmundur Franklín Jónsson var búinn að tilkynna um framboð en dró það til baka sama dag og Ólafur ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs. „Hann er mjög vinsæll enn þá og ég vissi það alveg að það væri erfitt að sigra sitjandi forseta,“ segir hann. Guðmundur fann fyrir því þegar hann safnaði undirskriftum til stuðnings framboði sínu var lítið um það að fólk vildi breytingar. „Ég myndi segja að þrír af hverjum fjórum sem maður talaði við vildu hafa Ólaf áfram,“ segir Guðmundur sem kveðst ánægður með framboð Ólafs enda hafi hann lagt upp með svipaðar áherslur. „Tíðindi mánudagsins gerbreyttu landslaginu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sem tilkynnir síðar í vikunni hvort hann muni gefa kost á sér til. Hann segir Ólaf hafa gerbreytt forsendum kosninganna. „Með því að sitjandi forseti gefi kost á sér er stóra breytingin. Sitjandi forseti hefur svo svakalegt forskot á aðra og menn verða að vera svo svakalega sprettharðir til að vinna upp forskotið,“ segir segir Guðni Th. Jóhannesson. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira