

Hin stóra flétta hrægammastjórnarinnar
Enginn veit með vissu hversu mikið fé Íslendingar fela í skattaskjólum, en giskað hefur verið á að það nemi að minnsta kosti 1.200 milljörðum króna í beinhörðum gjaldeyri. Líklegt er að þessi upphæð sé mun hærri. Ástæðan fyrir geymslu fjármuna í skattaskjólum er tvenns konar: Annars vegar til að komast hjá því að greiða skatta af ávöxtun þessara peninga og hins vegar til að leyna eignarhaldinu. Eins og skattrannsóknarstjóri hefur bent á er nær útilokað að fá upplýsingar um fé í skattaskjólum, eigendur njóta bankaleyndar og engar kröfur eru gerðar um ársreikninga.
Kröfur á bankana seldar á hrakvirði
En hvað gerðist fyrstu dagana eftir bankahrunið á Íslandi? Samfélagið og þjóðin voru í áfalli. Lánardrottnar íslensku bankanna voru einnig í áfalli, enda höfðu alþjóðleg matsfyrirtæki gefið íslensku bönkunum toppeinkunn. Lánardrottnar sem hér um ræðir voru að stórum hluta evrópskir og bandarískir risabankar auk sveitarfélaga og lífeyrissjóða. Vogunarsjóðir og fjárfestar nýttu sér óvissuna sem ríkti á peningamarkaði á þessum tíma og keyptu kröfur lánardrottna á 3-5% af upphaflegu virði. Þegar tíminn leið og rykið fór að setjast seldu þessir aðilar svo kröfurnar á 16-22% af upphaflegu virði og högnuðust því verulega.
Íslenskir hrægammar kaupa kröfurnar
Þeir sem keyptu kröfurnar á þessum eftirmarkaði voru að stórum hluta til Íslendingar. Til þess voru notaðir peningar úr skattaskjólum sem var forðað úr landi árin fyrir hrun. Staðan er því sú að stór hluti hinna erlendu kröfuhafa er í raun Íslendingar sem þannig nota félög sín í skattaskjólum til að leyna eignarhaldi sínu á kröfunum. Svokallaðir hrægammar.
Þegar stjórnvöld kynntu hugmyndir sínar um stöðugleikaskatt fór verulega um þessa íslensku skattaskjólshrægamma. Stöðugleikaskatturinn þýddi að þeir myndu ekki fá nema 12–14% af upphaflegu virði sem þýddi verulegt tap þar sem kaupverðið var 16-22% af upphaflegu virði. Það hlýtur því að hafa verið mikið fagnaðarefni hjá þessum hópi þegar stjórnvöld hurfu frá stöðugleikaskattinum og kynntu nýja hugmynd um svokallað stöðugleikaframlag. Það þýddi endurheimtur upp á 30-35% af upphaflegu virði krafnanna og hagnaðurinn því ævintýralegur.
Þetta þýðir að íslenska ríkið verður af 300 milljörðum króna vegna þess að ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ákvað að semja við kröfuhafa um stöðugleikaframlög í staðinn fyrir að leggja á stöðugleikaskatt. Og á sama tíma og ríkissjóður sér á eftir þessum 300 milljörðum hagnast íslensku hrægammarnir um sömu fjárhæð. Hver er forgangsröð þessarar ríkisstjórnar og hverjir eru eiginlega þessir hrægammar? Upplýsing á því er nauðsynleg og myndi skýra margt.
Flétta hrægammanna fullkomnuð
En þar með er ekki öll sagan sögð, endataflið er eftir. Þegar íslenska ríkið er búið að taka við stöðugleikaframlagi íslensku hrægammanna verður gjaldeyrisútboð hjá Seðlabankanum. Þar gefst þeim tækifæri á því að skipta út þeim krónueignum sem þeir eiga eftir þennan 300 milljarða „stöðugleikastyrk“ ríkisstjórnarinnar og fá í staðinn gjaldeyrisvarasjóð Íslands sem mun þá að öllum líkindum enda í skattaskjólum. Í kjölfarið á svo miklu útstreymi gjaldeyris má búast við að krónan falli umtalsvert og þá minnkar kaupmáttur almennings enn á ný og skuldir hækka í verðbólguskotinu sem fylgir.
Og þegar gjaldeyrishöftum verður endanlega aflétt er fléttan fullkomnuð því þá koma hrægammarnir beint úr skattaskjólunum með sinn sterka gjaldeyri gagnvart veikri krónu. Aðstöðumunurinn mun þá enn og aftur veita þeim forgengi að íslensku samfélagi, þ.m.t. talið ríkisbönkunum sem þá verða til sölu. Kannast einhver við uppskriftina?
Skyldu þetta vera stóru málin sem ríkisstjórnin þarf að klára? Hin stóra flétta hrægammastjórnarinnar?
Skoðun

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar