Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2016 20:22 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur vitjunartíma sinn ekki kominn. Eftir tuttugu ár í embætti segist hann enn hafa gott samband við Íslendinga. Hann tilkynnti framboð sitt til embættis forseta í sjötta sinn í dag. Þetta kemur fram í viðtali Ólafs við fréttastofu 365 en hluti viðtalsins var sýndur í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. „Sú hætta er nú kannski alltaf fyrir hendi. Hvort sem að menn eru búnir að vera þetta lengi eða skemur. Blessunarlega held ég að ég hafi enn gott samband við fólkið í landinu og þær hvatningar og þau erindi sem hafa borist til mína á undanförnu sýnir að fólki finnst það hafa greiðan aðgang að mér,“ segir Ólafur. Hann segir forsetann líka þurfa að vera tilbúinn til þess að treysta eigin dómgreind. „Ég gerði það í Icesave-málinu. Við skulum ekki gleyma því að nánast allir sem að bera svona virðingarstöður í skoðanamótinu í landinu voru á móti þeirri ákvörðun þegar ég tók hana. Þannig að forsetinn þarf líka að vera tilbúinn til að finna í sjálfum sér og vilja fólksins í landinu og sambandi sínu við fólkið í landinu, kjark og traust til þess að taka erfiðar ákvarðanir.“ Ólafur segir að hann hefði ekki breytt sinn ákvörðun um að bjóða sig ekki fram aftur ef hann teldi sig ekki hafa þennan eiginleika enn. Enn fremur segir hann að atburðir síðustu daga og vikna, afsögn forsætisráðherra, ný ríkisstjórn og fleira, hefðu haft áhrif á fjölda beiðna sem hann fékk frá fólki í landinu. Mörg þeirra hafi haft djúpstæð áhrif á hann.Ítarlegt viðtal Þorbjarnar Þórðarsonar fréttamanns við Ólaf Ragnar Grímsson má sjá hér að ofan. Forsetakjör Tengdar fréttir Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 „Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46 Dorrit snúist hugur um veruna á Bessastöðum Var þeirrar skoðunar að nóg væri komið en atburðir undanfarinna daga og vikna breyttu því. 18. apríl 2016 20:05 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur vitjunartíma sinn ekki kominn. Eftir tuttugu ár í embætti segist hann enn hafa gott samband við Íslendinga. Hann tilkynnti framboð sitt til embættis forseta í sjötta sinn í dag. Þetta kemur fram í viðtali Ólafs við fréttastofu 365 en hluti viðtalsins var sýndur í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. „Sú hætta er nú kannski alltaf fyrir hendi. Hvort sem að menn eru búnir að vera þetta lengi eða skemur. Blessunarlega held ég að ég hafi enn gott samband við fólkið í landinu og þær hvatningar og þau erindi sem hafa borist til mína á undanförnu sýnir að fólki finnst það hafa greiðan aðgang að mér,“ segir Ólafur. Hann segir forsetann líka þurfa að vera tilbúinn til þess að treysta eigin dómgreind. „Ég gerði það í Icesave-málinu. Við skulum ekki gleyma því að nánast allir sem að bera svona virðingarstöður í skoðanamótinu í landinu voru á móti þeirri ákvörðun þegar ég tók hana. Þannig að forsetinn þarf líka að vera tilbúinn til að finna í sjálfum sér og vilja fólksins í landinu og sambandi sínu við fólkið í landinu, kjark og traust til þess að taka erfiðar ákvarðanir.“ Ólafur segir að hann hefði ekki breytt sinn ákvörðun um að bjóða sig ekki fram aftur ef hann teldi sig ekki hafa þennan eiginleika enn. Enn fremur segir hann að atburðir síðustu daga og vikna, afsögn forsætisráðherra, ný ríkisstjórn og fleira, hefðu haft áhrif á fjölda beiðna sem hann fékk frá fólki í landinu. Mörg þeirra hafi haft djúpstæð áhrif á hann.Ítarlegt viðtal Þorbjarnar Þórðarsonar fréttamanns við Ólaf Ragnar Grímsson má sjá hér að ofan.
Forsetakjör Tengdar fréttir Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 „Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46 Dorrit snúist hugur um veruna á Bessastöðum Var þeirrar skoðunar að nóg væri komið en atburðir undanfarinna daga og vikna breyttu því. 18. apríl 2016 20:05 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01
„Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46
Dorrit snúist hugur um veruna á Bessastöðum Var þeirrar skoðunar að nóg væri komið en atburðir undanfarinna daga og vikna breyttu því. 18. apríl 2016 20:05
Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15