Samvinnu MA og VMA slegið á frest Sveinn Arnarsson skrifar 18. apríl 2016 07:00 Menntaskólinn á Akureyri. Skólaárið þar byrjar mun seinna en í öðrum skólum og lýkur því ekki fyrr en við útskrift 17. júní. Menntamál Samvinna menntaskóla á Norðurlandi verður ekki að veruleika eins og ráð var fyrir gert á næsta skólaári. Ástæða þess er að breyting á skóladagatali Menntaskólans á Akureyri náðist ekki í gegn í menntamálaráðuneytinu. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, segir leitt að fjármagn hafi ekki fengist í verkefnið.Jón Már Héðinsson skólameistari Menntaskólans á Akureyri.„Það var ekki búið að útvega það fjármagn sem þarf til að breyta skóladagatalinu. Í góðri trú fór ég áfram með þetta mál innan skólans því ráðuneytið og ráðherra sögðu mér að þeir myndu tryggja það fjármagn sem þyrfti til að breyta þessu. Það að færa skóladagatalið kostar fjármagn. Þegar ég fékk síðan að vita að ekki fengist nægilegt fjármagn ákváðum við að slá þessu á frest um eitt ár,“ segir Jón Már. „Það er leitt að þetta skuli fara svona en þetta er ekkert slegið út af borðinu. Við frestum þessu bara um eitt ár.“ Skólaárið byrjar mun seinna í Menntaskólanum á Akureyri en í öðrum skólum og lýkur skólaárinu ekki fyrr en við útskrift stúdenta þann 17. júní ár hvert. Til að geta náð fram samvinnu allra menntaskóla á Norðurlandi þurfti að breyta skóladagatali MA. „Það þarf að kalla kennara inn úr fríi snemma, svo það þarf að taka mið af kjarasamningum og reglum um orlof,“ segir Jón Már. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra réð Svanfríði Jónasdóttur til að stýra vinnu um mögulega sameiningu eða samvinnu menntaskóla á landinu. Aukin samvinna milli skóla var samþykkt af ráðuneytinu til að spara fjármagn. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, segir fjárhagsstöðu síns skóla grafalvarlega. „Í byrjun febrúar var okkur kunngjört að við fengjum ekki rekstrarframlag fyrr en skuld við ríkissjóð yrði greidd að fullu. Við höfum fengið þau svör að við verðum að borga ríkissjóði til baka uppsafnaðan halla skólans áður en við getum greitt þá reikninga sem hér safnast upp vegna daglegs reksturs skólans,“ segir Sigríður Huld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Menntamál Samvinna menntaskóla á Norðurlandi verður ekki að veruleika eins og ráð var fyrir gert á næsta skólaári. Ástæða þess er að breyting á skóladagatali Menntaskólans á Akureyri náðist ekki í gegn í menntamálaráðuneytinu. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, segir leitt að fjármagn hafi ekki fengist í verkefnið.Jón Már Héðinsson skólameistari Menntaskólans á Akureyri.„Það var ekki búið að útvega það fjármagn sem þarf til að breyta skóladagatalinu. Í góðri trú fór ég áfram með þetta mál innan skólans því ráðuneytið og ráðherra sögðu mér að þeir myndu tryggja það fjármagn sem þyrfti til að breyta þessu. Það að færa skóladagatalið kostar fjármagn. Þegar ég fékk síðan að vita að ekki fengist nægilegt fjármagn ákváðum við að slá þessu á frest um eitt ár,“ segir Jón Már. „Það er leitt að þetta skuli fara svona en þetta er ekkert slegið út af borðinu. Við frestum þessu bara um eitt ár.“ Skólaárið byrjar mun seinna í Menntaskólanum á Akureyri en í öðrum skólum og lýkur skólaárinu ekki fyrr en við útskrift stúdenta þann 17. júní ár hvert. Til að geta náð fram samvinnu allra menntaskóla á Norðurlandi þurfti að breyta skóladagatali MA. „Það þarf að kalla kennara inn úr fríi snemma, svo það þarf að taka mið af kjarasamningum og reglum um orlof,“ segir Jón Már. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra réð Svanfríði Jónasdóttur til að stýra vinnu um mögulega sameiningu eða samvinnu menntaskóla á landinu. Aukin samvinna milli skóla var samþykkt af ráðuneytinu til að spara fjármagn. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, segir fjárhagsstöðu síns skóla grafalvarlega. „Í byrjun febrúar var okkur kunngjört að við fengjum ekki rekstrarframlag fyrr en skuld við ríkissjóð yrði greidd að fullu. Við höfum fengið þau svör að við verðum að borga ríkissjóði til baka uppsafnaðan halla skólans áður en við getum greitt þá reikninga sem hér safnast upp vegna daglegs reksturs skólans,“ segir Sigríður Huld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira