„Ég man reyndar eftir þessu,“ sagði Birkir Már og uppskar hlátur á blaðamannafundinum í Annecy í morgun.
Upptöku af fundinum í Annecy í morgun má sjá neðst í fréttinni.

„Ást mín á Bolungarvík er gríðarleg. Þetta er mjög fallegur staður og mjög gaman að koma þangað í frí. Kúpla sig algjörlega út,“ sagði Birkir.
Tengdasonur Bolungvaríkur mælti svo sannarlega með bænum.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).