Segir SALEK-samkomulagið brot á stjórnarskrá sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. janúar 2016 19:16 "Eins og flestir vita undirritaði forseti ASÍ fyrir hönd sambandsins rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins 27. október 2015 og er það mat VLFA að forsetinn hafi ekki haft neitt umboð til að undirrita umrætt samkomulag,“ segir Vilhjálmur. vísir/pjetur Félagsdómur mun á miðvikudag taka fyrir mál Verkalýðsfélags Akraness gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna SALEK-samkomulagsins svokallaða. Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, segist sannfærður um að samkomulagið sé gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem og stjórnarskránni. Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu hinn 27. október síðastliðinn undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Samkomulagið var afrakstur af vinnu SALEK-hópsins og nær til um sjötíu prósent launafólks sem á aðild að stéttarfélögum á Íslandi. Alþýðusamband Íslands, ASÍ, var á meðal þeirra sem skrifuðu undir samkomulagið. Vilhjálmur segir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, ekki hafa haft umboð til þess.Fengu engin gögn í hendurnar „Samkomulag sem skuldbindur aðildarfélög ASÍ til að ákvarða launabreytingar allt til ársins 2018 sem og afsala sér endurskoðun kjarasamninga svo ekki sé talað um að sett verði á laggirnar nýtt vinnumarkaðslíkan þar sem skipað verði svokallað þjóðhagsráð sem mun ákvarða allar hámarkslaunabreytingar og að stéttarfélögum verði skylt að vera innan þess svigrúms eins og kveðið er á um í samkomulaginu,“ segir Vilhjálmur í pistli á vefsíðu félagsins. Hann segir nær enga umræðu hafa farið fram um samkomulagið og að ekki hafi verið kallað eftir umboði af hálfu VLFA. Þá hafi Starfsgreinasamband Íslands fengið munnlega kynningu nokkrum mínútum áður en samkomulagið hafi verið undirritað. Engin drög eða gögn hafi verið lögð í hendur aðildarfélaganna.Samningsfrelsið hornsteinn samningsbaráttu „Með öðrum orðum, þetta rammasamkomulag var undirritað án nokkurs umboðs enda kom fram á miðstjórnarfundi sem haldinn var 4. nóvember að nú þyrfti að fara að kynna samkomulagið á meðal aðildarfélaga ASÍ og út á hvað það gengi. Semsagt, gengið var frá samkomulaginu og síðan átti að fara að kynna það en rétt er að taka það fram að engin kynning hefur farið fram af hálfu Alþýðusambands Íslands á meðal aðildarfélaga sambandsins, allavega ekki hjá Verkalýðsfélagi Akraness.“ Vilhjálmur gagnrýnir samkomulagið harðlega. Hann segir það ganga að verulegu leyti út á að skerða samningsfrelsi stéttarfélaganna, meðal annars með því að ákveða fyrir fram hverjar launabreytingar megi vera til ársins 2018. „Þetta er eðli málsins samkvæmt gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sem og stjórnarskránni enda er samningsfrelsið hornsteinn stéttarfélagsbaráttu á Íslandi,“ segir hann. Vilhjálmur segir að lokum að gríðarlega mikilvægt sé að Félagsdómur kynni sér þetta mál vel og rækilega og verji frjálsan samningsrétt íslenskra stéttarfélaga sem bundinn sé í lögum og stjórnarskrá. Tengdar fréttir Framtíð friðar á vinnumarkaði í höndum 80 þúsund félagsmanna ASÍ Nýr kjarasamningur á grunni SALEK samkomulagsins gefur launafólki aukin lífeyrisréttindi og 6,5 prósenta launahækkun umfram það sem samið var um í fyrra. 21. janúar 2016 18:48 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00 Stefna að gerð fleiri sambærilegra samninga Félag atvinnurekenda undirritaði nýjan kjarasamning við VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna í dag. 22. janúar 2016 14:58 Búið að skrifa undir SALEK-samkomulagið Laun munu hækka um 6,2 prósent í ár, að lágmarki um 15 þúsund krónur á mánuði. 21. janúar 2016 17:47 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Félagsdómur mun á miðvikudag taka fyrir mál Verkalýðsfélags Akraness gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna SALEK-samkomulagsins svokallaða. Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, segist sannfærður um að samkomulagið sé gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem og stjórnarskránni. Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu hinn 27. október síðastliðinn undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Samkomulagið var afrakstur af vinnu SALEK-hópsins og nær til um sjötíu prósent launafólks sem á aðild að stéttarfélögum á Íslandi. Alþýðusamband Íslands, ASÍ, var á meðal þeirra sem skrifuðu undir samkomulagið. Vilhjálmur segir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, ekki hafa haft umboð til þess.Fengu engin gögn í hendurnar „Samkomulag sem skuldbindur aðildarfélög ASÍ til að ákvarða launabreytingar allt til ársins 2018 sem og afsala sér endurskoðun kjarasamninga svo ekki sé talað um að sett verði á laggirnar nýtt vinnumarkaðslíkan þar sem skipað verði svokallað þjóðhagsráð sem mun ákvarða allar hámarkslaunabreytingar og að stéttarfélögum verði skylt að vera innan þess svigrúms eins og kveðið er á um í samkomulaginu,“ segir Vilhjálmur í pistli á vefsíðu félagsins. Hann segir nær enga umræðu hafa farið fram um samkomulagið og að ekki hafi verið kallað eftir umboði af hálfu VLFA. Þá hafi Starfsgreinasamband Íslands fengið munnlega kynningu nokkrum mínútum áður en samkomulagið hafi verið undirritað. Engin drög eða gögn hafi verið lögð í hendur aðildarfélaganna.Samningsfrelsið hornsteinn samningsbaráttu „Með öðrum orðum, þetta rammasamkomulag var undirritað án nokkurs umboðs enda kom fram á miðstjórnarfundi sem haldinn var 4. nóvember að nú þyrfti að fara að kynna samkomulagið á meðal aðildarfélaga ASÍ og út á hvað það gengi. Semsagt, gengið var frá samkomulaginu og síðan átti að fara að kynna það en rétt er að taka það fram að engin kynning hefur farið fram af hálfu Alþýðusambands Íslands á meðal aðildarfélaga sambandsins, allavega ekki hjá Verkalýðsfélagi Akraness.“ Vilhjálmur gagnrýnir samkomulagið harðlega. Hann segir það ganga að verulegu leyti út á að skerða samningsfrelsi stéttarfélaganna, meðal annars með því að ákveða fyrir fram hverjar launabreytingar megi vera til ársins 2018. „Þetta er eðli málsins samkvæmt gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sem og stjórnarskránni enda er samningsfrelsið hornsteinn stéttarfélagsbaráttu á Íslandi,“ segir hann. Vilhjálmur segir að lokum að gríðarlega mikilvægt sé að Félagsdómur kynni sér þetta mál vel og rækilega og verji frjálsan samningsrétt íslenskra stéttarfélaga sem bundinn sé í lögum og stjórnarskrá.
Tengdar fréttir Framtíð friðar á vinnumarkaði í höndum 80 þúsund félagsmanna ASÍ Nýr kjarasamningur á grunni SALEK samkomulagsins gefur launafólki aukin lífeyrisréttindi og 6,5 prósenta launahækkun umfram það sem samið var um í fyrra. 21. janúar 2016 18:48 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00 Stefna að gerð fleiri sambærilegra samninga Félag atvinnurekenda undirritaði nýjan kjarasamning við VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna í dag. 22. janúar 2016 14:58 Búið að skrifa undir SALEK-samkomulagið Laun munu hækka um 6,2 prósent í ár, að lágmarki um 15 þúsund krónur á mánuði. 21. janúar 2016 17:47 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Framtíð friðar á vinnumarkaði í höndum 80 þúsund félagsmanna ASÍ Nýr kjarasamningur á grunni SALEK samkomulagsins gefur launafólki aukin lífeyrisréttindi og 6,5 prósenta launahækkun umfram það sem samið var um í fyrra. 21. janúar 2016 18:48
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00
Stefna að gerð fleiri sambærilegra samninga Félag atvinnurekenda undirritaði nýjan kjarasamning við VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna í dag. 22. janúar 2016 14:58
Búið að skrifa undir SALEK-samkomulagið Laun munu hækka um 6,2 prósent í ár, að lágmarki um 15 þúsund krónur á mánuði. 21. janúar 2016 17:47