Segir að auka þurfi landsframleiðsluna svo hægt sé að veita meira fé í heilbrigðismál Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2016 15:14 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ekki verði hjá því komist að auka framlög til heilbrigðismála í nánustu framtíð vegna aldurssamsetningar þjóðarinnar. Það megi hins vegar ekki vera á kostnað málaflokka á borð við menntakerfið, lögreglu- og dómsmál og samgöngumál heldur þurfi að auka landsframleiðsluna. Mestu möguleikar þjóðarinnar í því efni, að sögn Brynjars, felist í orkusölu. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu þingmannsins en tilefnið er undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem krafan er að Alþingi verji 11 prósentum af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála. Yfir 40 þúsund manns hafa skrifað undir en Brynjar segir að það séu heldur færri en hann gerði fyrirfram ráð fyrir.Facebook-færsla Brynjars NíelssonarÞá segir Brynjar: „Sá hagvöxtur sem hefur fylgt aukinni framleiðslu í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur annars vegar farið í almennar kjarabætur með hækkun launa og lækkunar skulda landsmanna og hins vegar í heilbrigðiskerfið. Forgangsröðun núverandi stjórnarmeirihluta ætti því að vera Kára ljós sem og fylgjendum hans. Forgangsröðun fyrri ríkisstjórnar var önnur eins og menn væntanlega muna. Sumir hafa haldið því fram að til að ná þessu árlegu 50 milljarða í heilbrigðiskerfið þurfi hvorki að auka landsframleiðsluna né draga úr útgjöldum til annarra mikilvægra málaflokka. Ríkið þurfi bara að ná til sín stærri hluta landsframleiðslunnar með hækkun skatta á atvinnulífið og auðlegðarskatt á þá sem eiga meira en 75 milljónir í hreinni eign. Öllum má vera ljóst í ljósi sögunnar að slíkt myndi hvorki auka landsframleiðslu né tekjur ríkisins til lengri tíma litið, heldur þvert á móti.“ Á föstudag, þegar Kári setti undirskriftasöfnunina af stað, tjáði Brynjar sig einnig um hana en þá á vefsvæði sínu og sagði hugmyndir Kára án efa fela í sér skattahækkanir – „þótt við nú þegar tökum til ríkissjóðs hærra hlutfall af landsframleiðslu í gegnum skattkerfið en nokkur önnur þjóð í hinum vestræna heimi.“ Kári svaraði Brynjari, og öðrum þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Jóni Gunnarssyni, fullum hálsi á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og sagði þingmennina „hræddari við skattahækkanir en þjáningar og dauða samborgara sinna.“ Tengdar fréttir Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28 Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn Kári Stefánsson segir að sú hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt á slysavarðsstofu sé ósmekkleg og ljót. Hann vill að ríkið standi undir öllum kostnaði við heilbrigðisþjónustu landsins. 25. janúar 2016 13:29 Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ekki verði hjá því komist að auka framlög til heilbrigðismála í nánustu framtíð vegna aldurssamsetningar þjóðarinnar. Það megi hins vegar ekki vera á kostnað málaflokka á borð við menntakerfið, lögreglu- og dómsmál og samgöngumál heldur þurfi að auka landsframleiðsluna. Mestu möguleikar þjóðarinnar í því efni, að sögn Brynjars, felist í orkusölu. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu þingmannsins en tilefnið er undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem krafan er að Alþingi verji 11 prósentum af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála. Yfir 40 þúsund manns hafa skrifað undir en Brynjar segir að það séu heldur færri en hann gerði fyrirfram ráð fyrir.Facebook-færsla Brynjars NíelssonarÞá segir Brynjar: „Sá hagvöxtur sem hefur fylgt aukinni framleiðslu í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur annars vegar farið í almennar kjarabætur með hækkun launa og lækkunar skulda landsmanna og hins vegar í heilbrigðiskerfið. Forgangsröðun núverandi stjórnarmeirihluta ætti því að vera Kára ljós sem og fylgjendum hans. Forgangsröðun fyrri ríkisstjórnar var önnur eins og menn væntanlega muna. Sumir hafa haldið því fram að til að ná þessu árlegu 50 milljarða í heilbrigðiskerfið þurfi hvorki að auka landsframleiðsluna né draga úr útgjöldum til annarra mikilvægra málaflokka. Ríkið þurfi bara að ná til sín stærri hluta landsframleiðslunnar með hækkun skatta á atvinnulífið og auðlegðarskatt á þá sem eiga meira en 75 milljónir í hreinni eign. Öllum má vera ljóst í ljósi sögunnar að slíkt myndi hvorki auka landsframleiðslu né tekjur ríkisins til lengri tíma litið, heldur þvert á móti.“ Á föstudag, þegar Kári setti undirskriftasöfnunina af stað, tjáði Brynjar sig einnig um hana en þá á vefsvæði sínu og sagði hugmyndir Kára án efa fela í sér skattahækkanir – „þótt við nú þegar tökum til ríkissjóðs hærra hlutfall af landsframleiðslu í gegnum skattkerfið en nokkur önnur þjóð í hinum vestræna heimi.“ Kári svaraði Brynjari, og öðrum þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Jóni Gunnarssyni, fullum hálsi á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og sagði þingmennina „hræddari við skattahækkanir en þjáningar og dauða samborgara sinna.“
Tengdar fréttir Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28 Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn Kári Stefánsson segir að sú hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt á slysavarðsstofu sé ósmekkleg og ljót. Hann vill að ríkið standi undir öllum kostnaði við heilbrigðisþjónustu landsins. 25. janúar 2016 13:29 Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28
Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn Kári Stefánsson segir að sú hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt á slysavarðsstofu sé ósmekkleg og ljót. Hann vill að ríkið standi undir öllum kostnaði við heilbrigðisþjónustu landsins. 25. janúar 2016 13:29
Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55