Ætla að „grafa“ ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2016 10:30 Ashraf Ghani, forseti Afganistan. Vísir/EPA Ashraf Ghani, forseti Afganistan, lofar því að hópur sem aðhyllist samtökunum Íslamskt ríki verði „grafin“ þar í landi. Deild ISIS í Afganistan hefur barist bæði gegn stjórnarhernum og Talibönum og Ghani segir að þeir tákni verulega ógn. Hins vegar hafi ódæði þeirra ekki fallið vel í kramið hjá Afgönum og að þjóðin sé nú knúin áfram af hefnd. „Þeir kássuðust upp á ranga þjóð,“ segði Ghani. Samtökin lýstu yfir veru sinni í Afganistan í janúar í fyrra, en meðlimir ISIS þar eru að mestu fyrrverandi meðlimir Talibana í Pakistan og Afganistan. Í viðtali við BBC kallaði Ghani eftir samvinnu við nágranna sína sem og á alþjóðavettvangi til að sporna gegn ISIS. Þá hafa Talibanar stofnað sérstaka þúsund manna sérsveit, sem ætlað er að berjast gegn deild ISIS í Afganistan.Sjá einnig: Talibanar hneykslaðir á framferði ISIS Til stendur að hefja friðarviðræður við Talibana, en átökin í Afganistan hafa stigmagnast á síðustu mánuðum. Talibanar hertóku stóran hluta af hinum mikilvæga bæ Sangin og í september tókst þeim að ná borginni Kunduz að fullu, en þó í stuttan tíma.Ghani segir nauðsynlegt að friðarviðræðurnar hefjist sem fyrst, áður en átökin magnast enn fremur. Þá segir hann að átökin í Afganistan séu samofin átökum í Pakistan, þar sem yfirvöld berjast einnig við Talibana. Hann stakk upp á því að Pakistanar myndu herja sérstaklega gegn þeim deildum Talibana sem neituðu að taka þátt í friðarviðræðunum. „Við þurfum að átta okkur á því að við eigum sameiginlega hagsmuni og að við þurfum að vinna saman til að vernda ríki okkar.“ Aðspurður út í hvað hann hefði að segja við þá afgönsku flóttamenn sem hafi flúið til Evrópu sagði Ghani: „Það sem ég vil segja við þau er að þau eiga sér ekki framtíð í Evrópu. Evrópa er að loka landamærum sínum.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sex bandarískir hermenn féllu í árás í Afganistan Árásin beindist að bandarísk-afganskri hersveit sem var á vettvangi norður af Kabúl. 21. desember 2015 19:24 Talibanar sækja fram í Sangin Vígamenn sitja um hundruð hermenn og lögreglumenn nærri bænum, sem er sagður vera undir stjórn Talibana. 23. desember 2015 16:15 Sjö manns féllu í sprengjuárás í Afganistan Minnst 25 særðust í árásinni þegar árásarmaður keyrði bíl sínum í hlið sendiferðabíls sjónvarpsstöðvarinnar og sprengdi bíl sinn. 20. janúar 2016 23:40 Tugir særðir og 19 látnir í árás talibana Að minnsta kosti 19 manns létu lífið og tugir særðust í árás vopnaðra manna á Bacha Khan-háskólann í Charsadda í Pakistan í gær. 21. janúar 2016 06:00 Talibanar hörfa frá Kunduz Afganski stjórnarherinn hefur hrakið herlið Talibana frá borginni Kunduz í norður-Afganistan 13. október 2015 15:47 Talibanar ráðast á sendiráðahverfi Kabúlborgar Upphaflega var greint frá því að ráðist hafi verið á sendiráð Spánar í borginni, en forsætisráðherra landsins hefur hafnað því. 11. desember 2015 18:22 Vígamenn ráðast á háskóla í Pakistan Vígamenn gerðu í nótt árás á háskólann í Charsadda í norðvesturhluta Pakistans og stendur bardagi á milli þeirra og öryggissveita enn yfir. Mennirnir skutu sér leið inn í skólann og enn er óljós hvort margir séu látnir en staðfest er að sjö eru látnir og tuttugu særðir hið minnsta. 20. janúar 2016 07:23 Segir fjölda flóttamanna frá Afganistan óásættanlegan "Ég er að segja hreint út að hælisleitendur frá Afganistan mega búast við því að fá ekki að vera áfram í Þýskalandi.“ 28. október 2015 13:31 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Ashraf Ghani, forseti Afganistan, lofar því að hópur sem aðhyllist samtökunum Íslamskt ríki verði „grafin“ þar í landi. Deild ISIS í Afganistan hefur barist bæði gegn stjórnarhernum og Talibönum og Ghani segir að þeir tákni verulega ógn. Hins vegar hafi ódæði þeirra ekki fallið vel í kramið hjá Afgönum og að þjóðin sé nú knúin áfram af hefnd. „Þeir kássuðust upp á ranga þjóð,“ segði Ghani. Samtökin lýstu yfir veru sinni í Afganistan í janúar í fyrra, en meðlimir ISIS þar eru að mestu fyrrverandi meðlimir Talibana í Pakistan og Afganistan. Í viðtali við BBC kallaði Ghani eftir samvinnu við nágranna sína sem og á alþjóðavettvangi til að sporna gegn ISIS. Þá hafa Talibanar stofnað sérstaka þúsund manna sérsveit, sem ætlað er að berjast gegn deild ISIS í Afganistan.Sjá einnig: Talibanar hneykslaðir á framferði ISIS Til stendur að hefja friðarviðræður við Talibana, en átökin í Afganistan hafa stigmagnast á síðustu mánuðum. Talibanar hertóku stóran hluta af hinum mikilvæga bæ Sangin og í september tókst þeim að ná borginni Kunduz að fullu, en þó í stuttan tíma.Ghani segir nauðsynlegt að friðarviðræðurnar hefjist sem fyrst, áður en átökin magnast enn fremur. Þá segir hann að átökin í Afganistan séu samofin átökum í Pakistan, þar sem yfirvöld berjast einnig við Talibana. Hann stakk upp á því að Pakistanar myndu herja sérstaklega gegn þeim deildum Talibana sem neituðu að taka þátt í friðarviðræðunum. „Við þurfum að átta okkur á því að við eigum sameiginlega hagsmuni og að við þurfum að vinna saman til að vernda ríki okkar.“ Aðspurður út í hvað hann hefði að segja við þá afgönsku flóttamenn sem hafi flúið til Evrópu sagði Ghani: „Það sem ég vil segja við þau er að þau eiga sér ekki framtíð í Evrópu. Evrópa er að loka landamærum sínum.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sex bandarískir hermenn féllu í árás í Afganistan Árásin beindist að bandarísk-afganskri hersveit sem var á vettvangi norður af Kabúl. 21. desember 2015 19:24 Talibanar sækja fram í Sangin Vígamenn sitja um hundruð hermenn og lögreglumenn nærri bænum, sem er sagður vera undir stjórn Talibana. 23. desember 2015 16:15 Sjö manns féllu í sprengjuárás í Afganistan Minnst 25 særðust í árásinni þegar árásarmaður keyrði bíl sínum í hlið sendiferðabíls sjónvarpsstöðvarinnar og sprengdi bíl sinn. 20. janúar 2016 23:40 Tugir særðir og 19 látnir í árás talibana Að minnsta kosti 19 manns létu lífið og tugir særðust í árás vopnaðra manna á Bacha Khan-háskólann í Charsadda í Pakistan í gær. 21. janúar 2016 06:00 Talibanar hörfa frá Kunduz Afganski stjórnarherinn hefur hrakið herlið Talibana frá borginni Kunduz í norður-Afganistan 13. október 2015 15:47 Talibanar ráðast á sendiráðahverfi Kabúlborgar Upphaflega var greint frá því að ráðist hafi verið á sendiráð Spánar í borginni, en forsætisráðherra landsins hefur hafnað því. 11. desember 2015 18:22 Vígamenn ráðast á háskóla í Pakistan Vígamenn gerðu í nótt árás á háskólann í Charsadda í norðvesturhluta Pakistans og stendur bardagi á milli þeirra og öryggissveita enn yfir. Mennirnir skutu sér leið inn í skólann og enn er óljós hvort margir séu látnir en staðfest er að sjö eru látnir og tuttugu særðir hið minnsta. 20. janúar 2016 07:23 Segir fjölda flóttamanna frá Afganistan óásættanlegan "Ég er að segja hreint út að hælisleitendur frá Afganistan mega búast við því að fá ekki að vera áfram í Þýskalandi.“ 28. október 2015 13:31 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Sex bandarískir hermenn féllu í árás í Afganistan Árásin beindist að bandarísk-afganskri hersveit sem var á vettvangi norður af Kabúl. 21. desember 2015 19:24
Talibanar sækja fram í Sangin Vígamenn sitja um hundruð hermenn og lögreglumenn nærri bænum, sem er sagður vera undir stjórn Talibana. 23. desember 2015 16:15
Sjö manns féllu í sprengjuárás í Afganistan Minnst 25 særðust í árásinni þegar árásarmaður keyrði bíl sínum í hlið sendiferðabíls sjónvarpsstöðvarinnar og sprengdi bíl sinn. 20. janúar 2016 23:40
Tugir særðir og 19 látnir í árás talibana Að minnsta kosti 19 manns létu lífið og tugir særðust í árás vopnaðra manna á Bacha Khan-háskólann í Charsadda í Pakistan í gær. 21. janúar 2016 06:00
Talibanar hörfa frá Kunduz Afganski stjórnarherinn hefur hrakið herlið Talibana frá borginni Kunduz í norður-Afganistan 13. október 2015 15:47
Talibanar ráðast á sendiráðahverfi Kabúlborgar Upphaflega var greint frá því að ráðist hafi verið á sendiráð Spánar í borginni, en forsætisráðherra landsins hefur hafnað því. 11. desember 2015 18:22
Vígamenn ráðast á háskóla í Pakistan Vígamenn gerðu í nótt árás á háskólann í Charsadda í norðvesturhluta Pakistans og stendur bardagi á milli þeirra og öryggissveita enn yfir. Mennirnir skutu sér leið inn í skólann og enn er óljós hvort margir séu látnir en staðfest er að sjö eru látnir og tuttugu særðir hið minnsta. 20. janúar 2016 07:23
Segir fjölda flóttamanna frá Afganistan óásættanlegan "Ég er að segja hreint út að hælisleitendur frá Afganistan mega búast við því að fá ekki að vera áfram í Þýskalandi.“ 28. október 2015 13:31