Wenger: Arsenal-liðið var fórnarlamb Diego Costa á ný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 09:08 Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Diego Costa, fiskaði Per Mertesacker útaf með rautt spjald og skoraði síðan eina mark leiksins skömmu síðar. Allt þetta gerðist í fyrri hálfleiknum og tíu leikmönnum Arsenal tókst ekki að fá neitt út úr leiknum. „Costa hefur fiskað tvö rauð spjöld á okkar leikmenn í síðustu tveimur leikjum okkar við Chelsea," sagði Arsene Wenger eftir leikinn. „Var þetta rétt eða röng ákvörðun? Ég veit það ekki. Þetta var samt staðreynd án þess að ég sé að saka hann um eitthvað," sagði Wenger. Diego Costa var einnig í aðalhlutverki þegar Gabriel fékk rauða spjaldið í fyrri leik liðanna sem Chelsea vann 2-0 í september. Rauða spjaldið á Gabriel kom eftir að upp úr sauð eftir að Diego Costa beitti ljótum brögðum gegn Laurent Koscielny. Diego Costa hékk inn á vellinum en fékk seinna þriggja leikja bann fyrir framgöngu sína. Arsenal hefur fengið þrjú rauð spjöld á tímabilinu en þau hafa öll komið í leikjum á móti Chelsea-liðinu. Chelsea hefur ekki unnið alltof marga leiki á tímabilinu en liðið er með fullt hús á móti meistaraefnunum í Arsenal. Diego Costa fiskaði rauða spjaldið á Mertesacker strax á 18. mínútu leiksins. Santi Cazorla fékk líka rautt spjald í fyrri leiknum eins og Gabriel. „Ég veit ekki hvort Diego Costa var rangstæður eða ekki eða hvort að Per Mertesacker hafi yfir höfuð snert hann. Við urðum bara að sætta okkur við þetta og halda áfram sem og við gerðum," sagði Wenger. „Dómarinn var mjög fljótur að rífa upp rauða spjaldið. Við unnum vel út úr okkar slæmu stöðu og áttum skiljið að minnsta kosti jafntefli. Við fengum færi og vorum einbeittir. Stundum getur þú hrósað leikmönnum fyrir frammistöðuna þrátt fyrir að leikurinn hafi tapast," sagð Wenger. Wenger sagði að Diego Costa hafi gert eins mikið út úr þessu og hann gat. „Diego Costa er góður í því," sagði Wenger. Guus Hiddink, stjóra Chelsea, fannst þetta aftur á móti vera augljóst brot og rautt spjald. Það er hægt að sjá atvikið í spilaranum hér fyrir ofan.Diego Costa engist um eftir brot Per Mertesacker.Vísir/GettyDiego Costa fagnar sigurmarki sínu.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Diego Costa hetjan á Emirates | Sjáðu markið og rauða spjaldið Diego Costa tryggði Chelsea sigur á Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 1-0, en eina markið kom í fyrri hálfleik. 24. janúar 2016 17:45 Zouma: Héldum að titilvörnin yrði auðveldari Kurt Zouma, varnarmaður Chelsea, segir að leikmenn þeirra bláklæddu hafi haldið að titilvörnin yrði léttari. Chelsea er í fjórtánda sæti, nítján stigum á eftir Arsenal sem er í þriðja sæti, en liðin mætast í dag. 24. janúar 2016 13:45 John Terry: Munum berjast þangað til engin stig eru eftir í pottinum John Terry, fyrirliði Chelsea, var eðlilega ánægður með 1-0 sigur Chelsea á Arsenal í dag. Hann segir að Chelesa muni berjast fyrir Meistaradeildarsæti þangað til möguleikinn er úti. 24. janúar 2016 18:45 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Diego Costa, fiskaði Per Mertesacker útaf með rautt spjald og skoraði síðan eina mark leiksins skömmu síðar. Allt þetta gerðist í fyrri hálfleiknum og tíu leikmönnum Arsenal tókst ekki að fá neitt út úr leiknum. „Costa hefur fiskað tvö rauð spjöld á okkar leikmenn í síðustu tveimur leikjum okkar við Chelsea," sagði Arsene Wenger eftir leikinn. „Var þetta rétt eða röng ákvörðun? Ég veit það ekki. Þetta var samt staðreynd án þess að ég sé að saka hann um eitthvað," sagði Wenger. Diego Costa var einnig í aðalhlutverki þegar Gabriel fékk rauða spjaldið í fyrri leik liðanna sem Chelsea vann 2-0 í september. Rauða spjaldið á Gabriel kom eftir að upp úr sauð eftir að Diego Costa beitti ljótum brögðum gegn Laurent Koscielny. Diego Costa hékk inn á vellinum en fékk seinna þriggja leikja bann fyrir framgöngu sína. Arsenal hefur fengið þrjú rauð spjöld á tímabilinu en þau hafa öll komið í leikjum á móti Chelsea-liðinu. Chelsea hefur ekki unnið alltof marga leiki á tímabilinu en liðið er með fullt hús á móti meistaraefnunum í Arsenal. Diego Costa fiskaði rauða spjaldið á Mertesacker strax á 18. mínútu leiksins. Santi Cazorla fékk líka rautt spjald í fyrri leiknum eins og Gabriel. „Ég veit ekki hvort Diego Costa var rangstæður eða ekki eða hvort að Per Mertesacker hafi yfir höfuð snert hann. Við urðum bara að sætta okkur við þetta og halda áfram sem og við gerðum," sagði Wenger. „Dómarinn var mjög fljótur að rífa upp rauða spjaldið. Við unnum vel út úr okkar slæmu stöðu og áttum skiljið að minnsta kosti jafntefli. Við fengum færi og vorum einbeittir. Stundum getur þú hrósað leikmönnum fyrir frammistöðuna þrátt fyrir að leikurinn hafi tapast," sagð Wenger. Wenger sagði að Diego Costa hafi gert eins mikið út úr þessu og hann gat. „Diego Costa er góður í því," sagði Wenger. Guus Hiddink, stjóra Chelsea, fannst þetta aftur á móti vera augljóst brot og rautt spjald. Það er hægt að sjá atvikið í spilaranum hér fyrir ofan.Diego Costa engist um eftir brot Per Mertesacker.Vísir/GettyDiego Costa fagnar sigurmarki sínu.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Diego Costa hetjan á Emirates | Sjáðu markið og rauða spjaldið Diego Costa tryggði Chelsea sigur á Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 1-0, en eina markið kom í fyrri hálfleik. 24. janúar 2016 17:45 Zouma: Héldum að titilvörnin yrði auðveldari Kurt Zouma, varnarmaður Chelsea, segir að leikmenn þeirra bláklæddu hafi haldið að titilvörnin yrði léttari. Chelsea er í fjórtánda sæti, nítján stigum á eftir Arsenal sem er í þriðja sæti, en liðin mætast í dag. 24. janúar 2016 13:45 John Terry: Munum berjast þangað til engin stig eru eftir í pottinum John Terry, fyrirliði Chelsea, var eðlilega ánægður með 1-0 sigur Chelsea á Arsenal í dag. Hann segir að Chelesa muni berjast fyrir Meistaradeildarsæti þangað til möguleikinn er úti. 24. janúar 2016 18:45 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Diego Costa hetjan á Emirates | Sjáðu markið og rauða spjaldið Diego Costa tryggði Chelsea sigur á Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 1-0, en eina markið kom í fyrri hálfleik. 24. janúar 2016 17:45
Zouma: Héldum að titilvörnin yrði auðveldari Kurt Zouma, varnarmaður Chelsea, segir að leikmenn þeirra bláklæddu hafi haldið að titilvörnin yrði léttari. Chelsea er í fjórtánda sæti, nítján stigum á eftir Arsenal sem er í þriðja sæti, en liðin mætast í dag. 24. janúar 2016 13:45
John Terry: Munum berjast þangað til engin stig eru eftir í pottinum John Terry, fyrirliði Chelsea, var eðlilega ánægður með 1-0 sigur Chelsea á Arsenal í dag. Hann segir að Chelesa muni berjast fyrir Meistaradeildarsæti þangað til möguleikinn er úti. 24. janúar 2016 18:45