Engin kennsla í gildum fyrir innflytjendur Snærós Sindradóttir skrifar 25. janúar 2016 07:00 Það kann að koma innflytjendum frá sumum heimshornum spánskt fyrir sjónir að þriðjungur þjóðarinnar mæti á Gay Pride árlega. Fréttablaðið/Stefán Innflytjendum á Íslandi býðst ekkert námskeið í skráðum og óskráðum reglum samfélagsins. Hægt er að leita sér ráðgjafar hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur en sú ráðgjöf snýr frekar að réttindum innflytjenda í stað þess að vera hugsuð sem ráðgjöf til að hjálpa innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi. Samkvæmt frétt á vef BBC bjóða Finnar innflytjendum upp á námskeið um samskipti kynjanna. Menningarmunur getur valdið árekstrum sem Finnar vilja lágmarka með námskeiðinu. Þar er innflytjendum kennt að kynin séu jöfn, karlar og konur geti farið saman á skemmtistaði og að finnskir karlmenn sinni húsverkum til jafns við konur. Samkvæmt fréttinni eru þessi námskeið um gildi þjóðarinnar tekin mjög alvarlega. „Hingað til hafa ekki verið haldin sambærileg námskeið með skipulegum hætti. Þó hefur verið reynt að koma til móts við innflytjendur með opnu húsi þar sem veitt er aðstoð í praktískum atriðum á borð við húsnæðis- og atvinnuleit, auk annarra mála sem þarfnast úrlausnar,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Hann segir að á þeim vettvangi komi gjarnan upp spurningar sem tengjast íslensku hversdagslífi. „Stuðningsfjölskyldur flóttafólks sinna mjög mikilvægu hlutverki af svipuðum toga og augljóslega á persónulegri nótum,“ segir Björn.Julie InghamSjálfboðaliðar hjá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeild Rauða krossins vinna nú að því að setja saman handbók sem gæti nýst innflytjendum til að aðlagast íslensku samfélagi og læra á þessar óskráðu grunnreglur. „Í bili höfum við kallað þetta How to Survive in Iceland. Á hverjum einasta degi erum við með spurningar frá fólki. Við erum að reyna að koma þessum upplýsingum saman, fyrst í handbók og úr því ætlum við að þróa námskeið,“ segir Julie Ingham, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildinni. „Þetta hefur komið inn í umræðuna hjá okkur varðandi menningarmun,“ segir Julie. Hún nefnir að í einhverjum tilfellum væri betra ef sérfræðingar gætu skýrt ýmsa hluti. „Hugmyndin hjá okkur er að ef við erum með tíu vikna námskeið þá séum við með mismunandi málefni í hverri viku. Fólk getur þá valið og hafnað eftir því sem það hefur áhuga á.“ Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Innflytjendum á Íslandi býðst ekkert námskeið í skráðum og óskráðum reglum samfélagsins. Hægt er að leita sér ráðgjafar hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur en sú ráðgjöf snýr frekar að réttindum innflytjenda í stað þess að vera hugsuð sem ráðgjöf til að hjálpa innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi. Samkvæmt frétt á vef BBC bjóða Finnar innflytjendum upp á námskeið um samskipti kynjanna. Menningarmunur getur valdið árekstrum sem Finnar vilja lágmarka með námskeiðinu. Þar er innflytjendum kennt að kynin séu jöfn, karlar og konur geti farið saman á skemmtistaði og að finnskir karlmenn sinni húsverkum til jafns við konur. Samkvæmt fréttinni eru þessi námskeið um gildi þjóðarinnar tekin mjög alvarlega. „Hingað til hafa ekki verið haldin sambærileg námskeið með skipulegum hætti. Þó hefur verið reynt að koma til móts við innflytjendur með opnu húsi þar sem veitt er aðstoð í praktískum atriðum á borð við húsnæðis- og atvinnuleit, auk annarra mála sem þarfnast úrlausnar,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Hann segir að á þeim vettvangi komi gjarnan upp spurningar sem tengjast íslensku hversdagslífi. „Stuðningsfjölskyldur flóttafólks sinna mjög mikilvægu hlutverki af svipuðum toga og augljóslega á persónulegri nótum,“ segir Björn.Julie InghamSjálfboðaliðar hjá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeild Rauða krossins vinna nú að því að setja saman handbók sem gæti nýst innflytjendum til að aðlagast íslensku samfélagi og læra á þessar óskráðu grunnreglur. „Í bili höfum við kallað þetta How to Survive in Iceland. Á hverjum einasta degi erum við með spurningar frá fólki. Við erum að reyna að koma þessum upplýsingum saman, fyrst í handbók og úr því ætlum við að þróa námskeið,“ segir Julie Ingham, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildinni. „Þetta hefur komið inn í umræðuna hjá okkur varðandi menningarmun,“ segir Julie. Hún nefnir að í einhverjum tilfellum væri betra ef sérfræðingar gætu skýrt ýmsa hluti. „Hugmyndin hjá okkur er að ef við erum með tíu vikna námskeið þá séum við með mismunandi málefni í hverri viku. Fólk getur þá valið og hafnað eftir því sem það hefur áhuga á.“
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira