Engin kennsla í gildum fyrir innflytjendur Snærós Sindradóttir skrifar 25. janúar 2016 07:00 Það kann að koma innflytjendum frá sumum heimshornum spánskt fyrir sjónir að þriðjungur þjóðarinnar mæti á Gay Pride árlega. Fréttablaðið/Stefán Innflytjendum á Íslandi býðst ekkert námskeið í skráðum og óskráðum reglum samfélagsins. Hægt er að leita sér ráðgjafar hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur en sú ráðgjöf snýr frekar að réttindum innflytjenda í stað þess að vera hugsuð sem ráðgjöf til að hjálpa innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi. Samkvæmt frétt á vef BBC bjóða Finnar innflytjendum upp á námskeið um samskipti kynjanna. Menningarmunur getur valdið árekstrum sem Finnar vilja lágmarka með námskeiðinu. Þar er innflytjendum kennt að kynin séu jöfn, karlar og konur geti farið saman á skemmtistaði og að finnskir karlmenn sinni húsverkum til jafns við konur. Samkvæmt fréttinni eru þessi námskeið um gildi þjóðarinnar tekin mjög alvarlega. „Hingað til hafa ekki verið haldin sambærileg námskeið með skipulegum hætti. Þó hefur verið reynt að koma til móts við innflytjendur með opnu húsi þar sem veitt er aðstoð í praktískum atriðum á borð við húsnæðis- og atvinnuleit, auk annarra mála sem þarfnast úrlausnar,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Hann segir að á þeim vettvangi komi gjarnan upp spurningar sem tengjast íslensku hversdagslífi. „Stuðningsfjölskyldur flóttafólks sinna mjög mikilvægu hlutverki af svipuðum toga og augljóslega á persónulegri nótum,“ segir Björn.Julie InghamSjálfboðaliðar hjá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeild Rauða krossins vinna nú að því að setja saman handbók sem gæti nýst innflytjendum til að aðlagast íslensku samfélagi og læra á þessar óskráðu grunnreglur. „Í bili höfum við kallað þetta How to Survive in Iceland. Á hverjum einasta degi erum við með spurningar frá fólki. Við erum að reyna að koma þessum upplýsingum saman, fyrst í handbók og úr því ætlum við að þróa námskeið,“ segir Julie Ingham, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildinni. „Þetta hefur komið inn í umræðuna hjá okkur varðandi menningarmun,“ segir Julie. Hún nefnir að í einhverjum tilfellum væri betra ef sérfræðingar gætu skýrt ýmsa hluti. „Hugmyndin hjá okkur er að ef við erum með tíu vikna námskeið þá séum við með mismunandi málefni í hverri viku. Fólk getur þá valið og hafnað eftir því sem það hefur áhuga á.“ Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Innflytjendum á Íslandi býðst ekkert námskeið í skráðum og óskráðum reglum samfélagsins. Hægt er að leita sér ráðgjafar hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur en sú ráðgjöf snýr frekar að réttindum innflytjenda í stað þess að vera hugsuð sem ráðgjöf til að hjálpa innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi. Samkvæmt frétt á vef BBC bjóða Finnar innflytjendum upp á námskeið um samskipti kynjanna. Menningarmunur getur valdið árekstrum sem Finnar vilja lágmarka með námskeiðinu. Þar er innflytjendum kennt að kynin séu jöfn, karlar og konur geti farið saman á skemmtistaði og að finnskir karlmenn sinni húsverkum til jafns við konur. Samkvæmt fréttinni eru þessi námskeið um gildi þjóðarinnar tekin mjög alvarlega. „Hingað til hafa ekki verið haldin sambærileg námskeið með skipulegum hætti. Þó hefur verið reynt að koma til móts við innflytjendur með opnu húsi þar sem veitt er aðstoð í praktískum atriðum á borð við húsnæðis- og atvinnuleit, auk annarra mála sem þarfnast úrlausnar,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Hann segir að á þeim vettvangi komi gjarnan upp spurningar sem tengjast íslensku hversdagslífi. „Stuðningsfjölskyldur flóttafólks sinna mjög mikilvægu hlutverki af svipuðum toga og augljóslega á persónulegri nótum,“ segir Björn.Julie InghamSjálfboðaliðar hjá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeild Rauða krossins vinna nú að því að setja saman handbók sem gæti nýst innflytjendum til að aðlagast íslensku samfélagi og læra á þessar óskráðu grunnreglur. „Í bili höfum við kallað þetta How to Survive in Iceland. Á hverjum einasta degi erum við með spurningar frá fólki. Við erum að reyna að koma þessum upplýsingum saman, fyrst í handbók og úr því ætlum við að þróa námskeið,“ segir Julie Ingham, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildinni. „Þetta hefur komið inn í umræðuna hjá okkur varðandi menningarmun,“ segir Julie. Hún nefnir að í einhverjum tilfellum væri betra ef sérfræðingar gætu skýrt ýmsa hluti. „Hugmyndin hjá okkur er að ef við erum með tíu vikna námskeið þá séum við með mismunandi málefni í hverri viku. Fólk getur þá valið og hafnað eftir því sem það hefur áhuga á.“
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira